Stjórnarandstöðuleiðtogi flýr Venesúela í skugga hótana Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2023 09:48 Juan Guaidó, fyrrverandi bráðabirgðaforseti Venesúela. Hann segist hafa farið fótgangandi yfir landamærin að Kólumbíu til þess að freista þess að hitta erlendar sendinefndir á alþjóðlegri ráðstefnu. AP/Ariana Cubillos Juan Guaidó, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, er væntanlegur til Bandaríkjanna eftir að hann honum var vísað frá Kólumbíu. Hann segist hafa yfirgefið heimalandið vegna hótana ríkisstjórnar Nicolás Maduro forseta. Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð. Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Guaidó fór yfir landamærin til Kólumbíu til þess að freista þess að hitta þátttakendur í alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Venesúela sem á að fara fram þar í dag. Hann var hins vegar nær samstundis færður um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna. Kólumbíska utanríkisráðuneytið segir að Guaidó hafi komið ólöglega inn í landið og því hafi hann verið fluttur á alþjóðaflugvöll og komið úr landi. Honum hafi ekki verið boðið á ráðstefnuna. Guaidó var ósáttur við þessa meðferð í myndbandi sem hann birti á samfélagsmiðli. Ofsóknir einræðisstjórnarinnar í heimalandinu teygðu sig nú til Kólumbíu líka. Gustavo Petro, nýr vinstrisinnaður forseti Kólumbíu, tók upp stjórnmálasamband við Venesúela sem fyrri stjórn sleit árið 2019. Hann hefur átt nokkra fundi með Maduro forseta. Þeir segjast sækjast eftir því að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir á Venesúela verði felldar niður. Guaidó hefur verið gagnrýninn á stefnu Petro gagnvart Maduro, þar á meðal ákvörðunin um að halda ráðstefnuna í dag. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar og að minnsta kosti fimmtán rómanskamerískra og evrópskra ríkja taka þátt í henni. Leystu upp bráðabirgðastjórnina í fyrra Í kjölfar kosninga sem fjöldi ríkja sagði marklausar lýsti Guaidó sig bráðabirgðaforseta árið 2019. Bandaríkjastjórn og Evrópuþingið voru á meðal þeirra sem viðurkenndu hann sem forseta Venesúela. Guðlaugur Þór Þórðarson, þáverandi utanríkisráðherra, lýsti yfir stuðningi við Guaidó fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Guaidó naut framan af nokkurs stuðnings í heimalandinu en fjarað hefur undan honum upp á síðkastið. Stjórnarandstöðuflokkarnir ákváðu að leysa upp bráðabirgðastjórn sína og svipta Guaidó titli bráðabirgðaforseta seint í fyrra. Töldu flokkarnir að bráðabirgðastjórn væri ekki til þess fallin að koma á pólitískum breytingum í landinu, að sögn New York Times. Ríkisstjórn Maduro hefur sýnt vaxandi einræðistilburði á undanförnum árum. Hundruð stjórnarandstæðinga hafa verið fangelsuð og fjöldi annarra hefur flúið landið. Guaidó hélt þó kyrru fyrir í höfuðborginni Caracás í trausti þess að Maduro þyrði ekki að handtaka svo áberandi leiðtoga stjórnarandstöðunnar. Nýlega hefur Guaidó lýst vaxandi hótunum stjórnvalda í sinn garð.
Venesúela Kólumbía Bandaríkin Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira