„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 24. apríl 2023 17:10 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar. Hún hefur verið í gæsluvarðhaldi í bráðum þrjá sólarhringa. Vísir/Vilhelm Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. Fjögur ungmenni eru laus úr einangrun en sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi á 27 ára pólskum karlmanni á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar sem var handtekin að morgni föstudags. Hún var ásamt þremur ungum strákum úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun á föstudagskvöld. Hún er nú laus úr einangrun en sætir enn gæsluvarðhaldi. Vilhjálmur furðar sig á því. Stúlkan sé aðeins barn sem hafi verið á röngum tíma og á röngum stað. Vilhjálmur segir fráleitt að lykilvitni ákæruvaldsins sem tók upp myndbönd af atburðarásinni sem séu „lykilsönnungargögng“ og hafi í raun upplýst málið fyrir lögreglu sæti gæsluvarðhaldi sem sakborningur. Einnig skorar hann á sóknaraðila að leggja myndböndin sem stúlkan tók fram í Landsrétti og skorar á Landsrétt að horfa á myndböndin. Kærandi sé vitni en ekki gerandi Í kæru hans á gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Landsréttar áréttar Vilhjálmur að stúlkan sé barn. „Kærandi er barn. Hún er vitni í málinu, ekki gerandi, eins og framburður hennar og sýnileg sönnunargögn sanna. Hún snerti aldrei brotaþola. Hún kom aldrei nær hinni hörmulegu atburðarás en 5-8 metra. Hún veitti ekki liðsinni með hvatningu,“ segir Vilhjálmur í kæru sinni. „Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“ Lögregla hafi rætt við hana á vettvangi glæpsins í Hafnarfirði og svo skutlað henni heim. „Það var ekki fyrr en að það kom í ljós að brotaþoli var látinn sem kærandi var handtekinn vegna alvarleika málsins. Það er skiljanlegt til þess að tryggja fyrsta framburð og svo lögreglan gæti náð yfirsýn yfir atvik málsins. Nú hefur það verið gert. Lögreglan veit að brotaþoli er saklaus og ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á andláti brotaþola.“ Börn eigi ekki að sæta gæsluvarðhaldi Vilhjálmur hefur hvatt lögreglu til að láta stúlkuna lausa úr varðhaldi. „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma. Það er ekki glæpur. Kærandi er þolandi í þessu máli en ekki gerandi því börn eiga ekki að þurfa að upplifa hluti sem brotaþoli hefur þurft að upplifa síðustu 3 sólarhringa. Börn eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun án þess að það sé algjörlega nauðsynlegt og skipti sköpum fyrir rannsókn lögreglu. Svo er ekki tilviki kæranda enda sanna sýnileg sönnunargögn sem lögreglan er með undir höndum sakleysi hennar. Því ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi, láta kæranda lausa og leyfa henni að fara heim til foreldra sinna þar sem hún á heima.“ Vilhjálmur kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar í gær. Hann vonast til að rétturinn taki kæruna fyrir á morgun en hvetur lögreglu til að sleppa stúlkunni hið fyrsta. Rannsókninni miði vel áfram Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem var send út klukkan fimm í eftirmiðdaginn í dag segir að rannsókn lögreglunnar á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í síðustu viku miði vel áfram. Þar segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir undanfarna daga og að einangrun fjórmenninganna hafi verið aflétt að því loknu. Þá telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni sem leiddi til dauða mannsins. Loks segir að vegna umfjöllunar og umræðu um andlátið vilji lögreglan taka fram að hingað til hafi ekkert komið fram við rannsókn hennar sem bendi til þess að þjóðerni hins látna hafi haft með málið að gera. Þá sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. 24. apríl 2023 13:35 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Fjögur ungmenni eru laus úr einangrun en sæta gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi á 27 ára pólskum karlmanni á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði fimmtudagskvöldið 20. apríl. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi stúlkunnar sem var handtekin að morgni föstudags. Hún var ásamt þremur ungum strákum úrskurðuð í gæsluvarðhald og einangrun á föstudagskvöld. Hún er nú laus úr einangrun en sætir enn gæsluvarðhaldi. Vilhjálmur furðar sig á því. Stúlkan sé aðeins barn sem hafi verið á röngum tíma og á röngum stað. Vilhjálmur segir fráleitt að lykilvitni ákæruvaldsins sem tók upp myndbönd af atburðarásinni sem séu „lykilsönnungargögng“ og hafi í raun upplýst málið fyrir lögreglu sæti gæsluvarðhaldi sem sakborningur. Einnig skorar hann á sóknaraðila að leggja myndböndin sem stúlkan tók fram í Landsrétti og skorar á Landsrétt að horfa á myndböndin. Kærandi sé vitni en ekki gerandi Í kæru hans á gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Landsréttar áréttar Vilhjálmur að stúlkan sé barn. „Kærandi er barn. Hún er vitni í málinu, ekki gerandi, eins og framburður hennar og sýnileg sönnunargögn sanna. Hún snerti aldrei brotaþola. Hún kom aldrei nær hinni hörmulegu atburðarás en 5-8 metra. Hún veitti ekki liðsinni með hvatningu,“ segir Vilhjálmur í kæru sinni. „Hún tók atvikið upp á myndband af því að foreldrar hennar höfðu sagt henni að gera það við ótryggar aðstæður. Hún upplýsti lögreglu strax um myndbandið, framvísaði því og heimilaði lögreglu að skoða símann sinn. Hún hefur í einu og öllu sagt satt og rétt frá hjá lögreglu og dregið ekkert undan og leitast þannig við að hjálpa lögreglu að upplýsa málið.“ Lögregla hafi rætt við hana á vettvangi glæpsins í Hafnarfirði og svo skutlað henni heim. „Það var ekki fyrr en að það kom í ljós að brotaþoli var látinn sem kærandi var handtekinn vegna alvarleika málsins. Það er skiljanlegt til þess að tryggja fyrsta framburð og svo lögreglan gæti náð yfirsýn yfir atvik málsins. Nú hefur það verið gert. Lögreglan veit að brotaþoli er saklaus og ber ekki á nokkurn hátt ábyrgð á andláti brotaþola.“ Börn eigi ekki að sæta gæsluvarðhaldi Vilhjálmur hefur hvatt lögreglu til að láta stúlkuna lausa úr varðhaldi. „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma. Það er ekki glæpur. Kærandi er þolandi í þessu máli en ekki gerandi því börn eiga ekki að þurfa að upplifa hluti sem brotaþoli hefur þurft að upplifa síðustu 3 sólarhringa. Börn eiga ekki að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun án þess að það sé algjörlega nauðsynlegt og skipti sköpum fyrir rannsókn lögreglu. Svo er ekki tilviki kæranda enda sanna sýnileg sönnunargögn sem lögreglan er með undir höndum sakleysi hennar. Því ber að fella hinn kærða úrskurð úr gildi, láta kæranda lausa og leyfa henni að fara heim til foreldra sinna þar sem hún á heima.“ Vilhjálmur kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar í gær. Hann vonast til að rétturinn taki kæruna fyrir á morgun en hvetur lögreglu til að sleppa stúlkunni hið fyrsta. Rannsókninni miði vel áfram Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem var send út klukkan fimm í eftirmiðdaginn í dag segir að rannsókn lögreglunnar á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í síðustu viku miði vel áfram. Þar segir að yfirheyrslur hafi staðið yfir undanfarna daga og að einangrun fjórmenninganna hafi verið aflétt að því loknu. Þá telur lögreglan sig hafa nokkuð skýra mynd af atburðarásinni sem leiddi til dauða mannsins. Loks segir að vegna umfjöllunar og umræðu um andlátið vilji lögreglan taka fram að hingað til hafi ekkert komið fram við rannsókn hennar sem bendi til þess að þjóðerni hins látna hafi haft með málið að gera. Þá sé ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Lögreglumál Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. 24. apríl 2023 13:35 Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 „Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Þrjú ungmennanna nú vistuð á Stuðlum Öll þrjú ungmennin, sem eru undir lögaldri og sæta nú gæsluvarðhaldi vegna stunguárásarinnar við Fjarðarkaup í Hafnarfirði um helgina og leiddi til þess að karlmaður á þrítugsaldri lést, eru nú vistuð á Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga. 24. apríl 2023 13:35
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15
„Ég er með djúpt sár í hjartanu“ Móðir mannsins sem lést eftir hnífstunguárás á bílastæði við Fjarðarkaup á fimmtudag segist vera að bugast af sorg. Hún segist ekki dæma foreldra árásarmannanna, þeir væru krakkar að byrja lífið. 22. apríl 2023 17:46