„Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. apríl 2023 11:58 Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Vilhelm Tveir hinna handteknu í manndrápsmálinu í Hafnarfirði eru í einangrunarúrræði á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem þeir eru undir átján ára. Þriðji sakborningurinn, sem einnig er undir lögaldri, er á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir kappkostað við að draga úr neikvæðum áhrifum einangrunar á börn þegar svo ber undir. Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll. Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Aðeins einn sakborninganna fjögurra hefur náð átján ára aldri, en sá er vistaður í hefðbundið einangrunargæsluvarðhald á Hólmsheiði. Barnið sem er á Hólmsheiði er þar vegna plássleysis á Stuðlum. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir meginregluna að börn vistist ekki í fangelsi. „Það hefur ekki áður komið upp að svo mörg börn sæti einangrun samkvæmt úrskurði dómara og þá er það aftur meginreglan að þau séu vistuð hjá barnaverndaryfirvöldum á Stuðlum. En við grípum inn í og aðstoðum þegar plássleysi háir þeim,“ segir Páll. Mikil áhersla sé lögð á að einangrun sé eins lítið íþyngjandi fyrir barn eins og mögulegt er. „Við gátum í þessu tilfelli tekið heila deild undir þennan einstakling. Þannig að hann er ekki lokaður inni á klefa sínum allan sólarhringinn, heldur hefur nokkuð gott aðgengi um stórt svæði.“ Viðkomandi hafi gott svæði til útivistar og að mörgu leyti gildi sömu reglur um hann og hefðbundna fanga, en hann hitti þó ekki aðra. Þar með sé rannsóknarhagsmunum ekki ógnað. „Engu að síður er rúmt um hann. Þetta er svipað því að vera lokaður inni í íbúð,“ segir Páll. Gerir ráð fyrir að lögregla leysi málið hratt Fjórmenningarnir hafa verið úrskurðaðir í einangrun til fimmtudagsins 27. apríl. „Ég geri ráð fyrir því að lögregla losi viðkomandi úr einangruninni eins fljótt og mögulegt er, eins og hún gerir jafnan í þessum tilfellum. Þau eru meðvituð um hversu alvarlegt inngrip svona einangrun er,“ segir Páll.
Lögreglumál Fangelsismál Barnavernd Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tengdar fréttir Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15 Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46 Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Tenging við uppruna fyrsta sem margir Pólverjar óttuðust Pólsk kona segir að þó ekki sé talið að manndráp á pólskum manni á fimmtudagskvöld hafi tengst uppruna hans, hafi það verið það fyrsta sem margir Pólverjar á Íslandi óttuðust. Hún segir mál sem þetta setja gjá á milli fólks af mismunandi uppruna. 22. apríl 2023 21:15
Fjölmenni sótti bænastund til stuðnings fjölskyldu hins látna Haldin var bænastund í Landakotskirkju í dag til stuðnings vinum og vandamönnum pólsks karlmanns á þrítugsaldri sem lést í kjölfar stunguárásar fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði á fimmtudag. 22. apríl 2023 16:46
Myndefni og tilkynning vitnis skipti miklu fyrir rannsóknina Lögregla skoðar nú gögn úr eftirlitsmyndavélum í nágrenni Fjarðarkaupa í Hafnarfirði til að varpa ljósi á árásina sem leiddi til dauða pólsks manns á þrítugsaldri á fimmtudagskvöld. Fjórir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 22. apríl 2023 11:48