Ýmissa grasa og misalvarlegra kennir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir gærkvöldið og nóttina. Þannig barst lögreglu tilkynning um dauðan kött á Suðurlandsvegi. Við nánari eftirgrennslan kom hins vegar í ljós að „kötturinn“ var í raun rifin úlpa í vegkantinum.
Þá óskaði einstaklingur eftir aðstoð lögreglu eftir að hann var bitinn af hundi. Ekki kemur fram í dagbókinni hvort lögreglan hafði upp á brotahundinum.