Grétar Rafn hafi tekið yfir skyldur Paratici hjá Tottenham Aron Guðmundsson skrifar 21. apríl 2023 14:02 Grétar Rafn Steinsson og Fabio Paratici fyrir leik Tottenham fyrr á yfirstandandi tímabili Getty/Simon Stacpoole Grétar Rafn Steinsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu hefur tekið yfir verkefni og skyldur Fabio Paratici hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham. Þessu heldur Daily Mail fram í dag. Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að Fabio Paratici hefði sagt starfi sínu, sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Tottenham Hotspur, lausu í kjölfar hneykslismáls sem hann var viðriðinn. Paratici var á sínum tíma dæmdur í 30 mánaða bann frá störfum tengdum knattspyrnu vegna þátttöku hans í því að falsa bókhald ítalska stórliðsins Juventus. Upphaflega náði bannið bara til starfsemi á Ítalíu en seinna var það útvíkkað og nær nú til knattspyrnu alls staðar í heiminum.Í millitíðinni var Paratici ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham þar sem hann var meðal annars yfirmaður Íslendingsins Grétars Rafns Steinssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í knattspyrnu.Nú segist Daily Mail hafa heimildir fyrir því að Grétar Rafn hafi tekið yfir verkefni og skyldur Paratici hjá Tottenham ásamt Rebeccu Caplehorn.Sú lausn á málinu er sögð vera til skamms tíma en ljóst er að fram undan eru ansi viðburðaríkir mánuðir hjá Tottenham sem er án knattspyrnustjóra til lengri tíma sem og yfirmanns knattspyrnumála. Unnið sig jafnt og þétt upp Það var í júní á síðasta ári sem greint var frá því að Grétar Rafn hefði verið ráðinn til starfa hjá Tottenham. Upphaflega verkefni hans hjá félaginu var að hafa umsjón með frammistöðu leikmanna en auk þess hefur Grétar verið að vinna náið með þjálfarateymum aðal- og yngri liða Tottenham. Á þessum tíma hafði Grétar Rafn verið starfandi hjá Knattspyrnusambandi Íslands en þar áður hafði hann meðal annars starfað sem yfirnjósnari enska úrvalsdeildarfélagsins Everton undir stjórn Marcel Brands.Grétar gat sér á sínum tíma gott orð sem atvinnumaður í knattspyrnu og var hann meðal annars á mála hjá félögum á borð við Bolton Wanderers, AZ Alkmaar og Young Boys í Sviss.Þá lék Grétar Rafn um margra ára skeið með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu og á að baki 46 A-landsleiki.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Breiðablik - Spartak Subotica | Blikar í góðri stöðu Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Sjá meira