Blossinn var afar bjartur og loftvarnarflautur settar í gang þegar hann birtist. Hann vakti talsverða athygli meðal íbúa borgarinnar; breska ríkisútvarpið greinir frá því að samfélagsmiðlar hafi logað vegna fyrirbærisins - og vinsæl kenning, sett fram í gríni, hljóði upp á að geimverur beri ábyrgð á því.
Ljósblossinn náðist á upptöku öryggismyndavéla í Kænugarði. Myndband af honum má sjá hér fyrir neðan.
Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins kom í dag í sína fyrstu heimsókn til Kænugarðs frá því innrás Rússa hófst. Heimsóknin er stuðningsyfirlýsing við Úkraínumenn, sem nú undirbúa gagnárásir. Stoltenberg sagði fyrr í dag að hann vildi fá Úkraínu inn í bandalagið.
An honour to be back in Kyiv & meet with President @ZelenskyyUa. #Ukraine's rightful place is in #NATO, and over time our support will help to make this possible. We stand by you today & for the long haul. pic.twitter.com/0vlKZNVY0F
— Jens Stoltenberg (@jensstoltenberg) April 20, 2023