Snarhækkun íbúðaverðs kom hagfræðingum á óvart Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. apríl 2023 20:12 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu í gær, þriðjudag. vísir/vilhelm Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu snarhækkaði óvænt í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Vísitala íbúðaverðs hafði farið lækkandi mánuðina á undan, fyrir utan örlitla hækkun í febrúar. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir sérbýli eiga stóran þátt í hækkuninni. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023 Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5 prósent á milli mánaða og þar af nam hækkun fjölbýla 1 prósent. Vísitalan hækkaði um 0,3% í febrúar en fram til þess hafði hún farið lækkandi milli mánaða, þrjá mánuði í röð. „Við höfum séð miklar verðsveiflur á markaði frá því að hann snöggkældist síðasta sumar, en þetta kom okkur vissulega á óvart. Við vorum ekki að búast við svona mikilli hækkun á milli mánaða,“ segir Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. Rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2: Spurð hvað valdi hækkuninni segir Bergþóra: „Sérbýlin eru að sveiflast talsvert meira en fjölbýlin. Til að mynda í þessum mánuði hækkaði verð á sérbýlum um 3,5 prósent. Þau gætu allt eins lækkað um svipað í næsta mánuði. Helsta ástæða fyrir þessum sveiflum er hvað það eru fáir kaupsamningar að baki sérbýlinum núna. Þannig að hver og einn kaupsamningur telur mikið í mælingunni.“ Bergþóra Baldursdóttirvísir/vilhelm Rettara sé því að horfa til þróun á verði fjölbýla til að meta áhrif á íbúðamarkað. „Þau sveiflast mun minna, það eru mun fleiri kaupsamningar að baki. En fjölbýlin eru að hækka í verði um eitt prósent á milli mánaða í mars. Það segir okkur að það sé enn til staðar eftirspurn á markaðnum.“ Í ljósi sveiflna megi því alveg eins búast við því að verð á sérbýlum lækki næsta mánuðinn. „Við búumst við því að markaðurinn nái jafnvægi í náinni framtíð en gæti sveiflast þangað til.“ Í ljósi umræðu og ýmissa vísbendinga kom hækkunin Konráði S. Guðjónssyni, hagfræðingi og efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins einnig á óvart: Þetta er einfaldlega frekar galið. +1,5% eftir allt sem á undan er gengið á sama tíma og ýmsar vísbendingar og almenn umræða vísa í þveröfuga átt. pic.twitter.com/O6kU81Hkl7— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) April 18, 2023
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01 Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Húsnæðismarkaður kólni þar til stýrivextir lækki á ný Húsnæðismarkaðurinn virðist vera að kólna nokkuð hratt en í nýrri skýrslu húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að íbúðaverð lækkaði um 0,7% í desember frá fyrri mánuði. Hægfræðingur stofnunarinnar gerir ráð fyrir að markaðurinn haldi áfram að kólna þar til stýrivextir lækki á ný. 26. janúar 2023 07:01
Íbúðaverð hækkaði eftir þrjá mánuði af lækkunum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í febrúar um 0,3 prósent, en síðastliðna þrjá mánuði hafði vísitalan lækkað um 0,9 prósent. Þar skiptir mestu verðhækkun á fjölbýlishúsnæði. 21. mars 2023 18:49