Rashford fór með til Andalúsíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Marcus Rashford hefur verið hættulegasti leikmaður Manchester United á leiktíðinni. EPA-EFE/Adam Vaughan Marcus Rashford ferðaðist með Manchester United til Andalúsíu þar sem liðið mætir Sevilla í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Einvígið er í járnum eftir 2-2 jafntefli á Old Trafford. Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira
Man United henti frá sér 2-0 forystu í fyrri leiknum en þar var Marcus Rashford hvergi sjáanlegur. Hann hafði nefnilega meiðst á nára í 2-0 sigrinum á Everton nokkrum dögum áður. Lagði Rashford þar upp annað mark liðsins sem Anthony Martial skoraði á 71. mínútu en tíu mínútum síðar var Rashford tekinn af velli. Í fyrri leiknum gegn Sevilla undu ósköpin yfir þar sem miðvörðurinn Lisandro Martínez braut bein í rist og verður frá keppni út tímabilið. Þá meiddist hinn miðvörður liðsins, Raphaël Varane, einnig í leiknum og gæti farið svo að hann sé einnig frá keppni. Í 2-0 sigrinum gegn Nottingham Forest um liðna helgi vantaði miðverðina tvo, Rashford, Luke Shaw, Tyrell Malacia, Marcel Sabitzer – sem skoraði bæði mörkin í fyrri leiknum gegn Sevilla – og Alejandro Garnacho. Manchester United hoped Marcus Rashford would be fit for Sevilla second leg but sight of him training today still a big lift for game tomorrow.Shaw, Malacia, Sabitzer all out at Carrington too. McTominay absent.#MUFC https://t.co/pC0n2XH5tJ— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) April 19, 2023 Erik Ten Hag hefur því verið ánægður með að Shaw, Malacia, Sabitzer og Rashford æfðu allir með Man United í gær, miðvikudag. Hvort Ten Hag taki sénsinn á að spila Rashford annað kvöld á eftir að koma í ljós en liðið mætir Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar strax á sunnudag. Eitt er þó víst, Bruno Fernandes verður ekki með Man United í kvöld þar sem hann er í leikbanni. Hann ætti því að vera ferskur þegar Man United mætir Brighton á Wembley á sunnudag. Leikur Sevilla og Man United hefst klukkan 19.00 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sömu sögu er svo að segja af leiknum gegn Brighton á sunnudag.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Sjá meira