Þvertekur fyrir fullyrðingar íslenskra miðla um meiðsli sín Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Jannik Pohl í leik með Fram í Bestu deildinni Vísir/Diego Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl, leikmaður Bestu deildar liðs Fram gefur lítið fyrir fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af meiðslum sínum og ætlar sér að vera mættur aftur inn á knattspyrnuvöllinn eftir tvo mánuði. Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk. Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk.
Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30
Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10