Fjölsmiðja ungs fólks skorin niður og mötuneyti sameinuð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. apríl 2023 16:59 Vinnuskóli Árborgar verður minnkaður en félagsmiðstöðvar opnar lengur á móti. Vinnuskóli Árborgar Auðlindin, virkni- og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg verður lögð niður í þeim niðurskurði sem tilkynntur var í dag. Sveitarfélagið sagði 57 manns upp störfum. Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu. Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Ellefu skjólstæðingar njóta í dag góðs af starfi Auðlindarinnar, sem er nýlegt tilraunaverkefni sem kostar um 75 milljónir króna á ári. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr stjórnsýslu Árborgar verður Auðlindin lögð niður. Markmið verkefnisins er að efla einstaklinga frá aldrinum sextán ára til náms og starfa. Eru þetta einstaklingar sem annað hvort heyra undir barnavernd eða eru á fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins. „Vinnuframlag og þátttaka einstaklinga í Auðlindinni er metin til launa eftir að ráðningarsamningur er gerður tímabundið. Öll laun og launatengt gjöld eru greidd af sveitarfélaginu,“ segir í lýsingu Auðlindarinnar hjá Árborg. Vinnuskólinn minnkaður Þá stendur til að sameina mötuneyti sveitarfélagsins. Í dag eru hver skóli og hver stofnun með sitt eigið mötuneyti. Starfsfólki mötuneyta verður fækkað og komið á fót þremur stórum eldhúsum til að sinna skólum og stofnunum. Einnig verða gerðar breytingar á frístundaheimilunum. Það er að forstöðumönnum frístundaheimila, sem staðsettir eru í mismunandi þéttbýlisstöðum Árborgar, verður fækkað. Opnunartími sundlauganna verður breytt.Árborg Þá stendur til að minnka Vinnuskóla Árborgar og fækka verkstjórum. Stefnt verður á að hafa félagsmiðstöðvarnar opnar lengur til þess að mæta skerðingunni fyrir nemendur. Einnig verður skorið niður í sundlaugum sveitarfélagsins og breytingar gerðar á opnunartímanum. Samkvæmt heimildum Vísis munu 17 af þeim 57 sem sagt var upp í dag fá tilboð um annað mjög sambærilegt starf eða starf með skertu starfshlutfalli. Erfið staða Í dag starfa 1047 í 827 stöðugildum hjá Árborg. Samkvæmt tilkynningu frá sveitarstjórn Árborgar síðdegis í dag munu aðgerðirnar sem gripið er til snerta öll rekstrarsvið bæjarins og hafa áhrif á 100 starfsmenn. Uppsagnarfresturinn eru þrír til sex mánuðir. „Þessar aðgerðir eru liður í hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins sem gripið er til vegna erfiðrar fjárhagsstöðu sem kynnt var íbúum í síðustu viku,“ segir í tilkynningunni. Stjórnendur sveitarfélagsins vilja að öðru leyti ekki tjá sig um uppsagnirnar að svo stöddu.
Árborg Tengdar fréttir Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04 Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33 Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
Uppsagnir hafnar hjá Árborg vegna fjárhagsvanda 57 starfsmönnum sveitarfélagsins Árborgar var sagt upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. 18. apríl 2023 16:04
Skuldir Árborgar vaxa hratt og bærinn nálgast greiðslufall Skuldir sveitarfélagsins Árborgar hafa vaxið mikið í verðbólgunni og frost á fasteignamarkaði hefur komið niður á tekjum sveitarfélagins. Veltufé er neikvætt upp á 76 þúsund krónur á hvern íbúa. Bæjarstjóri segir því nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem gætu þýtt uppsagnir og sölu eigna. 11. apríl 2023 11:33
Blásið til íbúafundar í Árborg til að ræða leiðir úr skuldavandanum Sveitarstjórnaryfirvöld í Árborg hafa unnið áætlun í samstarfi við innviðaráðuneytið um endurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins, sem verður kynnt á íbúafundi á Hótel Selfoss klukkan 17 á morgun. 11. apríl 2023 06:44