Umhyggja, umhugsun og umhverfisvernd Tryggvi Felixson skrifar 17. apríl 2023 16:01 Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Umhverfismál Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fuglasöngur að vori vekur von. Fjallasýnin lyftir andanum. Frískur vindur og kyrrð fjallanna eru mannbætandi. Víðerni snerta við okkur og hjartað slær eitt aukaslag, eða tvö, af fögnuði. Ægifegurð náttúrunnar gerir okkur smá og full lotningar. Náttúran veitir okkur lífsfyllingu og vekur væntumþykju og þakklæti. Við þurfum á náttúrunni að halda, bæði til lífsviðurværis og sem innblástur. Náttúruvernd er í raun vernd mennskunnar. Án tengsla við náttúruna erum við manneskjurnar ekki heil, heldur á leið til glötunar. Of margir hafa litið á náttúruna fyrst og fremst sem uppsprettu hráefna til að viðhalda lífskjörum og auka neyslu. Þeim hefur yfirsést að náttúran hefur sitt eigið tilvistargildi og hugsa ekki út í að við eigum allt undir náttúrunni en ekki öfugt. Það hefur leitt til þess að í náttúruna er sótt af græðgi og gáleysi. Nauðsynleg umhyggja og virðing gleymist. Hugsunarleysi í stað umhugsunar! Þessu vill Landvernd breyta. Margt í starfi samtakanna miðar að þessu. Meginboðskapur samtakanna um þessar mundir er að loftslagsvernd og náttúruvernd verða að haldast í hendur. Nú er komið að aðalfundi Landvernd 2023 þar sem félagið er í höndunum á um 5.600 félögum og 40 aðildarfélögum. Kosning til stjórnar stendur yfir með rafrænum hætti. Neyðarástand í loftslagsmálum Heimsbyggðin hóf fyrir meira en 30 árum sameiginlega vegferð gegn hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum – í orði. Orð eru til alls fyrst en án aðgerða eru þau einskis virði. Á þessum áratugum sem liðið hafa frá því að vandinn var viðurkenndur hefur árleg losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum vaxið um liðlega 40%. Viðvaranir vísindamannanna verða sífellt örvæntingarfyllri og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir þróuninni sem sameiginlegu sjálfsmorði mannkynsins. Íslensk stjórnvöld hafa sagt að draga eigi úr losun Íslendinga um 1,3 miljón tonna eigi síðar en 2030. Enn eru þetta orðin tóm og þjóðin er komin í mikla skuld við Kýótósamkomulagið vegna vanefnda í loftslagsmálum. Spurning er hvort Íslendingar eru siðferðilega gjaldþrota í velmegun sinni og skeytingarleysi, ófærir um að takast á við vandann. Það er neyðarástand í þessum málum og Landvernd kallar eftir alvöru aðgerðum. Náttúran og mörk vaxtar Ósjálfbær hagvöxtur skapaði krísuna í samskiptum okkar við náttúruna og er helsta ástæðan fyrir loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ríkjandi hagvaxtarhugmyndafræði er kjarni vandans. Nægjusemi, lykillinn að sjálfri lífshamingjunni, er dyggð sem virðist algjörlega hafa gleymst. Í stað þess er athyglinni beint að frekari sókn í íslenska náttúru og víðerni svo tvöfalda megi raforkuframleiðslu landsins á tæpum tveimur áratugum. Öll þessi áform og afleiðingar þeirra eru kynnt á náttúrukorti Landverndar. Ísland er nú þegar með lífskjör á heimsmælikvarða og er margfaldur heimsmeistari í raforkunotkun – og á líklega næga raforku til að sinna skynsamlegum og nauðsynlegum orkuskiptum. Að ganga sífellt meira á móður náttúru leysir engan vanda heldur eykur hann. Ný hugsun er nauðsynleg Aðstæður kalla á nýja hugsun og hugmyndafræði þar sem náttúruvernd og loftslagsvernd haldast í hendur. Ósjálfbær vöxtur er ávísun á ógæfu komandi kynslóða. Þjóðin þarf að leita frelsis frá ánauð loftslags- og náttúruspillandi hagvaxtar! Landvernd hefur sett upp orkuskiptahermi þar sem greina má valkosti sem byggja á ólíkum forsendum. Þakkir Undanfarin fjögur ár hef ég verið formaður Landverndar. Það hefur verið lærdómsríkt og ánægjulegt og ríkur hluti af lífi mínu. Ég brenn enn fyrir þeim mikilvægu verkefnum sem Landvernd sinnir sem rödd náttúrunnar. Samtök eins og Landvernd þurfa að vera í sífelldri endurnýjun. Á aðalfundi Landverndar miðvikudaginn 19. apríl tekur nýr formaður við keflinu. Ég þakka traustið, baráttuandann og ánægjustundirnar. Sérstaklega þakka ég áhugasamri og jákvæðri stjórn, afburða framkvæmdastjóra og starfsmönnum sem brenna fyrir náttúruvernd og félögunum sem stand að baki Landvernd með rausnarlegum fjárframlögum. Höfundur er formaður Landverndar.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun