Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan – KA/Þór 24-19 | Garðbæingar byrja vel Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 17. apríl 2023 20:45 Akureyringar réðu illa við Britney Cots í kvöld. Vísir/Diego Stjarnan vann góðan fimm marka sigur á KA/Þór í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Leikurinn fór heldur hægt að stað og var jafnræði með liðunum. Bæði lið þurftu nokkrar mínútur til þess að koma sér inn í leikinn og er vart hægt að segja að fallegur handbolti hafi verið spilaður. KA/Þór var með eins marks forystu 6-7 þegar stundarfjórðungur var liðinn. Restin af fyrri hálfleik var hníf jafn og var staðan 10-10 þegar liðin gengu til klefa í hálfleik. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Það var mun meiri stemmning yfir Stjörnunni þegar að þær mættu inn í seinni hálfleikinn og náðu þær strax ágætis forystu. Þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn var staðan 17-14. KA/Þór reyndu hvað þær gátu að finna svör við sterkum varnarleik Stjörnunnar og komu þær sér niður í eitt mark þegar um átta mínútur voru eftir. Þá settu Stjörnukonur í fimmta gír og unnu að lokum fimm marka sigur 24-19. Sigrinum fagnað.Vísir/Diego Af hverju vann Stjarnan? Þær unnu þennan leik í seinni hálfleik. Þær mættu mun ákveðnar til leiks. Heilt yfir var varnarleikur þeirra og markvarsla góð en það vantaði upp á sóknarleikinn sem að þær náðu að laga í seinni hálfleik og vinna leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Elísabet Gunnarsdóttir öflug, með fimm mörk af línunni. Britney Cots var með fjögur mörk. Darija Zecevic var góð í markinu með 16 bolta varða. 16 skot varin hér á bæ.Vísir/Diego Hjá KA/Þór var Kristín Jóhannsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Ida Margrethe Hoberg og Rut Jónsdóttir voru með þrjú hvor. Hvað gekk illa? Heilt yfir fer þessi leikur seint í sögubækurnar hvað varðar fagurfræði. Leikmenn hjá báðum liðum virtust ekki vera að finna sig og var hálfgert andleysi yfir öllum, sérstaklega í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að laga það í seinni. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Diego Hvað gerist næst? Liðin mætast fyrir norðan á fimmtudaginn kl 17:00 „Ef að við erum hundrað prósent erum við ógeðslega góðar“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með fimm marka sigur á KA/Þór í úrslitakeppni handbolta.Vísir/Diego Jafnt var í hálfleik 10-10 en Stjarnan mætti tvíefld til leiks í seinni hálfleik og sigraði að lokum 24-19. „Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta var flottur leikur. Það er gott að ná sigrinum, frábær vörn í dag. Við fengum nokkur hraðaupphlaup og sóknarleikurinn var fínn. Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag.“ Stjarnan átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en mætti töluvert betur inn í seinni hálfleikinn og vann þar af leiðandi þennan góða fimm marka sigur. „“Það var nú ekki mikið skorað, sóknarleikurinn var svolítið að hökta í byrjun. Við vorum að gera svolítið af slæmum mistökum, taka lélegar ákvarðanir. Svo lögum við það og náum upp flottu floti í seinni hálfleik. Vörnin var mjög flott allan leikinn, í fyrri hálfleik voru nokkrir boltar sem að ég hefði viljað sjá varið og klaufa mistök en flottur leikur heilt yfir.“ Hrannar vill sjá stelpurnar mæta eins til leiks á fimmtudaginn. „Við mættum með gott attitude í dag og við þurfum að halda þessu. Ef að við erum hundrað prósent erum við ógeðslega góðar en ef að við erum 95% þá erum við ekki nógu góðar.“ Þú vonast væntanlega til að sjá sem flesta Stjörnumenn á frekar erfiðum útivelli? „Heldur betur, ætli rúturnar verði ekki að fara héðan um tíu leytið.“ Myndir Vísir/Diego Vísir/Diego Vísir/Diego Vísir/Diego Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan KA Þór Akureyri
Stjarnan vann góðan fimm marka sigur á KA/Þór í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Leikurinn fór heldur hægt að stað og var jafnræði með liðunum. Bæði lið þurftu nokkrar mínútur til þess að koma sér inn í leikinn og er vart hægt að segja að fallegur handbolti hafi verið spilaður. KA/Þór var með eins marks forystu 6-7 þegar stundarfjórðungur var liðinn. Restin af fyrri hálfleik var hníf jafn og var staðan 10-10 þegar liðin gengu til klefa í hálfleik. Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego Það var mun meiri stemmning yfir Stjörnunni þegar að þær mættu inn í seinni hálfleikinn og náðu þær strax ágætis forystu. Þegar rúmlega stundarfjórðungur var liðinn var staðan 17-14. KA/Þór reyndu hvað þær gátu að finna svör við sterkum varnarleik Stjörnunnar og komu þær sér niður í eitt mark þegar um átta mínútur voru eftir. Þá settu Stjörnukonur í fimmta gír og unnu að lokum fimm marka sigur 24-19. Sigrinum fagnað.Vísir/Diego Af hverju vann Stjarnan? Þær unnu þennan leik í seinni hálfleik. Þær mættu mun ákveðnar til leiks. Heilt yfir var varnarleikur þeirra og markvarsla góð en það vantaði upp á sóknarleikinn sem að þær náðu að laga í seinni hálfleik og vinna leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Stjörnunni var Elísabet Gunnarsdóttir öflug, með fimm mörk af línunni. Britney Cots var með fjögur mörk. Darija Zecevic var góð í markinu með 16 bolta varða. 16 skot varin hér á bæ.Vísir/Diego Hjá KA/Þór var Kristín Jóhannsdóttir atkvæðamest með fimm mörk. Ida Margrethe Hoberg og Rut Jónsdóttir voru með þrjú hvor. Hvað gekk illa? Heilt yfir fer þessi leikur seint í sögubækurnar hvað varðar fagurfræði. Leikmenn hjá báðum liðum virtust ekki vera að finna sig og var hálfgert andleysi yfir öllum, sérstaklega í fyrri hálfleik en Stjarnan náði að laga það í seinni. Það var hart barist í kvöld.Vísir/Diego Hvað gerist næst? Liðin mætast fyrir norðan á fimmtudaginn kl 17:00 „Ef að við erum hundrað prósent erum við ógeðslega góðar“ Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með fimm marka sigur á KA/Þór í úrslitakeppni handbolta.Vísir/Diego Jafnt var í hálfleik 10-10 en Stjarnan mætti tvíefld til leiks í seinni hálfleik og sigraði að lokum 24-19. „Ég er mjög ánægður með leikinn, þetta var flottur leikur. Það er gott að ná sigrinum, frábær vörn í dag. Við fengum nokkur hraðaupphlaup og sóknarleikurinn var fínn. Þetta var flottur leikur hjá okkur í dag.“ Stjarnan átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en mætti töluvert betur inn í seinni hálfleikinn og vann þar af leiðandi þennan góða fimm marka sigur. „“Það var nú ekki mikið skorað, sóknarleikurinn var svolítið að hökta í byrjun. Við vorum að gera svolítið af slæmum mistökum, taka lélegar ákvarðanir. Svo lögum við það og náum upp flottu floti í seinni hálfleik. Vörnin var mjög flott allan leikinn, í fyrri hálfleik voru nokkrir boltar sem að ég hefði viljað sjá varið og klaufa mistök en flottur leikur heilt yfir.“ Hrannar vill sjá stelpurnar mæta eins til leiks á fimmtudaginn. „Við mættum með gott attitude í dag og við þurfum að halda þessu. Ef að við erum hundrað prósent erum við ógeðslega góðar en ef að við erum 95% þá erum við ekki nógu góðar.“ Þú vonast væntanlega til að sjá sem flesta Stjörnumenn á frekar erfiðum útivelli? „Heldur betur, ætli rúturnar verði ekki að fara héðan um tíu leytið.“ Myndir Vísir/Diego Vísir/Diego Vísir/Diego Vísir/Diego
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti