„Það eru spennandi tímar framundan fyrir Vökuliða,“ er haft eftir Arent Orra í tilkynningu frá Vöku. „Við viljum sérstaklega þakka fráfarandi stjórn fyrir vel unnið starf en það er óhætt að segja að Vaka sé vöknuð aftur. Við hlökkum til að takast á við komandi skólaár og þau verkefni sem því fylgja.“
Ásamt formanni félagsins var kosið um nýja stjórn félagsins á aðalfundi þess í gærkvöldi. Hér fyrir neðan má sjá nýkjörna stjórn Vöku.
Formaður: Arent Orri Jónsson, lögfræði
Varaformaður: Sigurbjörg Guðmundsdóttir, stjórnmálafræði
Oddviti: Elísabet Sara Gísladóttir, lífeindafræði
Ritari: Sæþór Már Hinriksson, viðskiptafræði
Gjaldkeri: Franklín Ernir Kristjánsson, viðskiptafræði
Skemmtanastjóri: Jens Ingi Andrésson, lögfræði
Útgáfustjóri: Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræði
Markaðsfulltrúi: Tinna Eyvindardóttir, sálfræði
Alþjóðafulltrúi: Hannes Lúðvíksson, hagfræði
Meðstjórnendur: Dagur Kárason, stjórnmálafræði, Magnús Daði Eyjólfsson, viðskiptafræði, Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræði, og Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, lögfræði.