Trú á Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. apríl 2023 13:00 Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Gagnrýni Þorbjargar beindist fyrst og fremst að veikleikum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og veikleikum krónunnar. Andsvar ráðherrans fólst í því að halda því fram að gagnrýni af því tagi beri vott um vantrú á sjálfstæðri peningastefnu sem síðan jafngilti vantrú á getu Íslands. Trú á fjármálaraðherra Fjármálaráðherrann sem þannig talar gerði í lok síðasta árs samning við Landsvirkjun um kaup ríkissjóðs á hlut fyrirtækisins í Landsneti. Landsvirkjun lánaði ríkissjóði fyrir kaupunum. Með því að fjármálaráðherra fer með alla hluti ríkissjóðs í Landsvirkjun sat hann beggja vegna borðsins. Í þessum viðskiptum birtist trú fjármálaráðherra á íslensku krónunni í því að hann lét ríkisfyrirtækið lána ríkissjóði í evrum. Satt best að segja eru góð og gild hagkvæmnirök fyrir því að reka Landsvirkjun í dollarahagkerfinu og láta hana lána ríkissjóði í evruhagkverfinu. Spurningin er bara þessi; hefði ekki fjármálaráðherra með fulla sýn á pólitískan og efnahagslegan veruleika sparað stóru orðin gagnvart þeim sem benda á það eitt að jafn góð og gild rök geta verið fyrir því að aðrir fái líka að njóta þessa hagræðis? Af hverju þessa viðkvæmni? Veruleikinn er sá að það ber fremur vott um styrkleika en veikleika í íslenskum þjóðarbúskap að útflutningsfyrirtækin, stærstu ferðaþjónustufyrirtækin, stóriðjufyrirtækin og stærsta orkufyrirtækið noti erlenda gjaldmiðla. Og fráleitt væri að halda því fram að innbyrðis lánaviðskipti milli ríkissjóðs og ríkisfyrirtækis í evrum sé vísbending um veikleika aða uppgjöf. Þríþætt hlutverk Almennt er rætt um að gjaldmiðill þjóni þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er hann milliliður í daglegum viðskiptum. Í öðru lagi þarf gjaldmiðillinn að geta geymt verðmæti til að tryggja sparnað. Í þriðja lagi þarf gjaldmiðillinn að vera traustur verðmælir. Krónan dugar í daglegum búðarviðskiptum hér heima en ekki utan landsteinanna. Og hún dugar ekki til að halda uppi nauðsynlegum sparnaði. Krónan dugar heldur ekki sem mælikvarði á efnahagslega starfsemi. Í þeim tilgangi nota útflutningsfyrirtækin erlenda gjaldmiðla og fjármálaráðherra notar evrur þegar hann tekur lán hjá sjálfum sér í Landsvirkjun. Það endurspeglar síðan svo vel hversu vonlaust er að nota krónuna sem verðmæli að fjármálaráðherrann þarf að halda lífeyrissparnaði, sem jafngildir heilli þjóðarframleiðslu, í gjaldeyrishöftum. Til að halda uppi verðgildi krónunnar. Þetta er gamall veruleiki og nýr, en ekki spurning um trú eða vantrú. Verkfæri en ekki trúarbrögð Til þess að gerast aðili að evrópska myntsamstarfinu og geta tekið upp evru þarf Ísland að geta sýnt fram á að hér sé markaðsbúskapur án gjaldeyrishafta, virk samkeppni og strangar ríkisfjármálareglur. Og kjarkur til að fara eftir þeim. Þeir einir geta því talað fyrir traustum gjaldmiðli eins og evru sem hafa trú á þjóðarbúskapnum og getu okkar til að fylgja ströngustu ríkisfjármálareglum sem þekkjast. Mun réttar væri að segja að andstaðan við traustan alþjóðlegan gjaldmiðil byggðist á vantrú á getu Íslands. Gjaldmiðill getur einfaldlega ekki verið trúaratriði og heldur ekki sjálfstætt efnahagslegt markmið. Hann er aðeins verkfæri til að ná efnahagslegum markmiðum. Verkfærið eiga menn að velja til að tryggja samkeppnishæfni landsins og jafna möguleika fyrir alla en ekki bara suma. Sagan Lykilþáttur í viðreisnaraðgerðunum 1960 var ákvörðun um virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um gengisstöðugleika, sem kennt var við Bretton Woods. Þá voru efnahagslegu markmiðin metin meira virði en fullkomlega sjálfstæð peningastefna. Eins var þetta í þjóðarsáttinni 1990. Vinstri stjórnin sem þá sat lofaði fastgengisstefnu og Viðeyjarstjórnin sem tók við samþykkti að stefna að því að festa gegni krónunnar við evrópsku reiknieininguna, sem var undanfari evrunnar. Núverandi forsætisráðherra samþykkti í ríkisstjórn sumarið 2012 að Ísland stefndi að því að taka upp evru. Ekki hefur hún verið vantrúuð á getu Íslands í gegnum tíðina, eða hvað? Og ekki er nema rúmur áratugur síðan fjármálaráðherra birtist á kosningaspjöldum þar sem hann boðaði trúverðuga upptöku evru. Seta hans á stóli fjármálaráðherra síðan hefur ekki afsannað að sá kosningaboðskapur byggðist á gildum rökum. Þvert á móti. Land jafnra tækifæra Fjármálaráðherra segir að við eigum að trúa því að verðbólgan sé tímabundin. Það geri ég svo sannarlega. Þó að ríkissjóður leggi ekki sitt af mörkum mun Seðlabankinn gera það sem þarf. Spurningin um krónuna snýst bara um allt annað. Hvort sem verðbólgan er há eða lág þurfa vextir á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki að vera allt að þrefalt hærri en þeir eru að jafnaði í grannlöndunum. Sá munur skekkir samkeppnistöðu þeirra sem bundnir eru í krónuhagkerfinu hvort sem verðbólga er há eða lág. Sú mismunun sem af þessu hlýst er óréttlát. Óréttlæti dregur svo úr getu heildarinnar til að gera betur og hlaupa hraðar. Saman. Því á endanum snýst þetta um stöðugleika og hér verði raunverulega land jafnra tækifæra. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Andsvar Bjarna Benediktssonar við hárbeittri gagnrýni Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur alþingismanns Viðreisnar hér á Vísi er annað hvort dæmi um óvenjulegt oflæti eða blindu á pólitískan og efnahagslegan veruleika. Gagnrýni Þorbjargar beindist fyrst og fremst að veikleikum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og veikleikum krónunnar. Andsvar ráðherrans fólst í því að halda því fram að gagnrýni af því tagi beri vott um vantrú á sjálfstæðri peningastefnu sem síðan jafngilti vantrú á getu Íslands. Trú á fjármálaraðherra Fjármálaráðherrann sem þannig talar gerði í lok síðasta árs samning við Landsvirkjun um kaup ríkissjóðs á hlut fyrirtækisins í Landsneti. Landsvirkjun lánaði ríkissjóði fyrir kaupunum. Með því að fjármálaráðherra fer með alla hluti ríkissjóðs í Landsvirkjun sat hann beggja vegna borðsins. Í þessum viðskiptum birtist trú fjármálaráðherra á íslensku krónunni í því að hann lét ríkisfyrirtækið lána ríkissjóði í evrum. Satt best að segja eru góð og gild hagkvæmnirök fyrir því að reka Landsvirkjun í dollarahagkerfinu og láta hana lána ríkissjóði í evruhagkverfinu. Spurningin er bara þessi; hefði ekki fjármálaráðherra með fulla sýn á pólitískan og efnahagslegan veruleika sparað stóru orðin gagnvart þeim sem benda á það eitt að jafn góð og gild rök geta verið fyrir því að aðrir fái líka að njóta þessa hagræðis? Af hverju þessa viðkvæmni? Veruleikinn er sá að það ber fremur vott um styrkleika en veikleika í íslenskum þjóðarbúskap að útflutningsfyrirtækin, stærstu ferðaþjónustufyrirtækin, stóriðjufyrirtækin og stærsta orkufyrirtækið noti erlenda gjaldmiðla. Og fráleitt væri að halda því fram að innbyrðis lánaviðskipti milli ríkissjóðs og ríkisfyrirtækis í evrum sé vísbending um veikleika aða uppgjöf. Þríþætt hlutverk Almennt er rætt um að gjaldmiðill þjóni þríþættu hlutverki. Í fyrsta lagi er hann milliliður í daglegum viðskiptum. Í öðru lagi þarf gjaldmiðillinn að geta geymt verðmæti til að tryggja sparnað. Í þriðja lagi þarf gjaldmiðillinn að vera traustur verðmælir. Krónan dugar í daglegum búðarviðskiptum hér heima en ekki utan landsteinanna. Og hún dugar ekki til að halda uppi nauðsynlegum sparnaði. Krónan dugar heldur ekki sem mælikvarði á efnahagslega starfsemi. Í þeim tilgangi nota útflutningsfyrirtækin erlenda gjaldmiðla og fjármálaráðherra notar evrur þegar hann tekur lán hjá sjálfum sér í Landsvirkjun. Það endurspeglar síðan svo vel hversu vonlaust er að nota krónuna sem verðmæli að fjármálaráðherrann þarf að halda lífeyrissparnaði, sem jafngildir heilli þjóðarframleiðslu, í gjaldeyrishöftum. Til að halda uppi verðgildi krónunnar. Þetta er gamall veruleiki og nýr, en ekki spurning um trú eða vantrú. Verkfæri en ekki trúarbrögð Til þess að gerast aðili að evrópska myntsamstarfinu og geta tekið upp evru þarf Ísland að geta sýnt fram á að hér sé markaðsbúskapur án gjaldeyrishafta, virk samkeppni og strangar ríkisfjármálareglur. Og kjarkur til að fara eftir þeim. Þeir einir geta því talað fyrir traustum gjaldmiðli eins og evru sem hafa trú á þjóðarbúskapnum og getu okkar til að fylgja ströngustu ríkisfjármálareglum sem þekkjast. Mun réttar væri að segja að andstaðan við traustan alþjóðlegan gjaldmiðil byggðist á vantrú á getu Íslands. Gjaldmiðill getur einfaldlega ekki verið trúaratriði og heldur ekki sjálfstætt efnahagslegt markmið. Hann er aðeins verkfæri til að ná efnahagslegum markmiðum. Verkfærið eiga menn að velja til að tryggja samkeppnishæfni landsins og jafna möguleika fyrir alla en ekki bara suma. Sagan Lykilþáttur í viðreisnaraðgerðunum 1960 var ákvörðun um virka þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um gengisstöðugleika, sem kennt var við Bretton Woods. Þá voru efnahagslegu markmiðin metin meira virði en fullkomlega sjálfstæð peningastefna. Eins var þetta í þjóðarsáttinni 1990. Vinstri stjórnin sem þá sat lofaði fastgengisstefnu og Viðeyjarstjórnin sem tók við samþykkti að stefna að því að festa gegni krónunnar við evrópsku reiknieininguna, sem var undanfari evrunnar. Núverandi forsætisráðherra samþykkti í ríkisstjórn sumarið 2012 að Ísland stefndi að því að taka upp evru. Ekki hefur hún verið vantrúuð á getu Íslands í gegnum tíðina, eða hvað? Og ekki er nema rúmur áratugur síðan fjármálaráðherra birtist á kosningaspjöldum þar sem hann boðaði trúverðuga upptöku evru. Seta hans á stóli fjármálaráðherra síðan hefur ekki afsannað að sá kosningaboðskapur byggðist á gildum rökum. Þvert á móti. Land jafnra tækifæra Fjármálaráðherra segir að við eigum að trúa því að verðbólgan sé tímabundin. Það geri ég svo sannarlega. Þó að ríkissjóður leggi ekki sitt af mörkum mun Seðlabankinn gera það sem þarf. Spurningin um krónuna snýst bara um allt annað. Hvort sem verðbólgan er há eða lág þurfa vextir á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki að vera allt að þrefalt hærri en þeir eru að jafnaði í grannlöndunum. Sá munur skekkir samkeppnistöðu þeirra sem bundnir eru í krónuhagkerfinu hvort sem verðbólga er há eða lág. Sú mismunun sem af þessu hlýst er óréttlát. Óréttlæti dregur svo úr getu heildarinnar til að gera betur og hlaupa hraðar. Saman. Því á endanum snýst þetta um stöðugleika og hér verði raunverulega land jafnra tækifæra. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun