Nef Zlatan til sölu fyrir tæpar 15 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 10:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með AC Milan. Vísir/Getty Nefið af styttunni sem gerð var af Zlatan Ibrahimovic virðist vera til sölu en hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum það til kaups á síðustu dögum. Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði Handbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Fleiri fréttir Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Sjá meira