Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 22:07 „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira