Hareide ráðinn landsliðsþjálfari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. apríl 2023 13:39 Åge Hareide er nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. getty/Ulrik Pedersen Norðmaðurinn Åge Hareide hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hareide tekur við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. „Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá sambandinu. Sjálfur kveðst Hareide spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju. Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta,“ segir Hareide. „Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“ Hareide fagnar því að hafa komið danska landsliðinu á EM 2021.getty/Matthew Lewis Ísland er þriðja landsliðið er Hareide stýrir. Hann þjálfaði Noreg á árunum 2003-08 og Danmörku á árunum 2016-20. Hareide kom Dönum á HM 2018 og EM 2021. Hareide, sem verður sjötugur í september, hefur þjálfað frá 1985 og unnið titla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er fyrsti Norðmaðurinn til að þjálfa íslenska landsliðið en sautjándi erlendi þjálfarinn sem gerir það. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 17. og 20. júní. Hareide kemur til landsins eftir helgi og gefst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við hann á þriðjudaginn. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Hareide tekur við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni sem var sagt upp störfum í lok síðasta mánaðar. „Åge Hareide er gríðarlega reynslumikill þjálfari sem veit hvað þarf til að ná árangri. Leitin og ráðningaferlið allt gekk tiltölulega hratt fyrir sig enda höfðum við ákveðnar hugmyndir um þann prófíl sem við vildum fá í starfið. Ég er mjög sátt við ráðninguna og bind miklar vonir við góðan árangur A landsliðs karla undir stjórn Åge,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í fréttatilkynningu frá sambandinu. Sjálfur kveðst Hareide spenntur fyrir því að taka við íslenska landsliðinu. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu nokkuð lengi, sérstaklega í kringum árin sem liðið fór á EM 2016 og HM 2018, og ég er fullur tilhlökkunar að takast á við áskorunina að hjálpa liðinu að ná árangri að nýju. Ísland á marga sterka leikmenn. Ég hef séð marga þeirra spila fyrir sín félagslið í Skandinavíu og hef líka þjálfað nokkra íslenska leikmenn í gegnum tíðina. Almennt eru þeir áreiðanlegir og vinnusamir, en líka agaðir leikmenn með taktíska greind, og þú þarft þessa eiginleika til að ná árangri í landsliðsfótbolta,“ segir Hareide. „Markmið okkar er að komast á EM 2024. Ég man vel eftir íslensku stuðningsmönnunum í Frakklandi 2016. Þeir voru með alveg einstaka stemmningu og ástríðu. Það væri frábært að geta gefið þeim tækifæri til að endurtaka leikinn og við vonumst til þess að stúkurnar verði fullar af fólki á okkar heimavelli í Reykjavík.“ Hareide fagnar því að hafa komið danska landsliðinu á EM 2021.getty/Matthew Lewis Ísland er þriðja landsliðið er Hareide stýrir. Hann þjálfaði Noreg á árunum 2003-08 og Danmörku á árunum 2016-20. Hareide kom Dönum á HM 2018 og EM 2021. Hareide, sem verður sjötugur í september, hefur þjálfað frá 1985 og unnið titla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Hann er fyrsti Norðmaðurinn til að þjálfa íslenska landsliðið en sautjándi erlendi þjálfarinn sem gerir það. Fyrstu leikir Íslands undir stjórn Hareides eru gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM 2024 17. og 20. júní. Hareide kemur til landsins eftir helgi og gefst fjölmiðlum tækifæri til að ræða við hann á þriðjudaginn.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira