Gufubaðsklúbbarnir í Neskaupstað sjá fram á gjaldskrárhækkun Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2023 07:00 Alls eru átta gufubaðsklúbbar starfandi í Neskaupstað. Fimm þeirra hittast alla jafna utan hefðbundins opnunartíma. Fjarðabyggð Svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ sem starfandi eru í Neskaupstað sjá fram á að dýrara verði fyrir þá að hittast utan hefðbundins opnunartíma sundlaugarinnar í bænum. Átta slíkir klúbbar eru nú starfræktir í Neskaupstað. Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar. Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Magnús Árni Gunnarsson, deildarstjóri íþróttamála- og íþróttamannvirkja hjá Fjarðabyggð, sendi á dögunum inn minnisblað til íþrótta- og tómstundanefndar sveitarfélagsins þar sem hann leggur til að verð til gufubaðsklúbbanna verði hækkað úr 4.890 krónur í 8.000 krónur fyrir hvert skipti utan hefðbundins opnunartíma. Magnús Árni segir í samtali við Vísi að margra áratuga hefð sé fyrir gufubaðsklúbbunum í Neskaupstað þar sem hópar hittast og fara í gufu og heitan pott. Af þeim átta klúbbum sem séu starfandi í Neskaupstað hittast fimm utan hefðbundins opnunartíma. Sundlaugin í Neskaupstað nefnist Stefánslaug.Fjarðabyggð Nær ekki upp í kostnað Magnús Árni segir að þar sem sundlaugum sé skylt að hafa eftirlit með fólki sem stunda heita potta eða gufubað þá sé núverandi gjald ekki að ná upp í kostnað, það er í þau skipti sem klúbburinn mætir eftir lokun. Hann segir að viðvera starfsmanns sé í kringum einn og hálfan tíma vegna klúbbanna. Hann segir rekstur sveitarfélaga erfiðan um þessar mundir og krafa sé gerð um aðhald. „Í stað þess að láta slíkt bitna á starfsfólki þá leggjum við til að hækka verðið. Átta þúsund krónur er enn mjög sanngjarnt ef mæting er góð í klúbbnum.“ Fallegt og skemmtilegt Magnús segir mikla hefð vera fyrir gufubaðsklúbbana í bænum. „Þetta er félagsskapur sem hefur bara myndast og haldist. Einn klúbburinn hefur til dæmis verið virkur í um þrjátíu ár. Það er mjög skemmtilegt og fallegt að sjá þetta. Það er mestmegnis fólk í eldri kantinum í þessum klúbbum en það er alls ekkert algilt,“ segir Magnús. Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum á dögunum að vísa tillögu Magnúsar um hækkunina til næstu fjárhagsáætlunargerðar og heildarendurskoðunar.
Fjarðabyggð Sundlaugar Eldri borgarar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Formaður Viðreisnar í borginni kannast ekki við skráningu á lista Heiðu Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira