Hleðslustöðin við Glerártorg uppfærð á árinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 12:18 Breki Logason samskiptastjóri ON segir stöðina vera barn síns tíma. ON Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri verður uppfærð á árinu til að bæta aðgengi fatlaðs fólks. Í dag kemst fólk í hjólastólum ekki að þeim. „Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag,“ segir Breki Logason, samskiptastjóri ON. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur verið bent á slæmt aðgengi að stöðinni. Sem er með steyptum stöplum og háum kanti. Áður hugað að árekstrarvörnum Samkvæmt Breka er stöðin ein af þeim allra fyrstu sem ON setti upp og ein af elstu hraðhleðslustöðvunum á Íslandi, frá árinu 2016. Á þessum tíma hafi frekar verið lögð áhersla á árekstrarvarnir en aðgengismál. Segir hann stöðina svo sannarlega vera barn síns tíma þó að hún hafi þjónað Akureyringum vel í gegnum árin. Á þeim tíma hafi rafbílar verið færri en 1 þúsund talsins en séu nú fleiri en 40 þúsund. Nýuppfærð hleðslustöð við Hof.ON „Allar stöðvar sem við setjum upp í dag eru hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga,“ segir Breki og bendir á að uppfærð hleðslustöð ON við Hof á Akureyri sé ein sú fullkomnasta á landinu. Þar séu engar árekstrarvarnir og skjárinn staðsettur fyrir fólk í sitjandi stöðu. „Stöðin við Glerártorg verður uppfærð á þessu ári en við höfum kosið að hafa hana opna frekar en að loka henni, þrátt fyrir að hún uppfylli ekki eðlilegar kröfur um aðgengi,“ segir Breki. Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Tengdar fréttir Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
„Orka náttúrunnar tekur heilshugar undir að aðgengi að umræddri stöð er langt frá því að vera boðlegt hreyfihömluðum og stenst alls ekki þær kröfur sem Orka náttúrunnar setur sér við uppsetningu hleðslustöðva í dag,“ segir Breki Logason, samskiptastjóri ON. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur verið bent á slæmt aðgengi að stöðinni. Sem er með steyptum stöplum og háum kanti. Áður hugað að árekstrarvörnum Samkvæmt Breka er stöðin ein af þeim allra fyrstu sem ON setti upp og ein af elstu hraðhleðslustöðvunum á Íslandi, frá árinu 2016. Á þessum tíma hafi frekar verið lögð áhersla á árekstrarvarnir en aðgengismál. Segir hann stöðina svo sannarlega vera barn síns tíma þó að hún hafi þjónað Akureyringum vel í gegnum árin. Á þeim tíma hafi rafbílar verið færri en 1 þúsund talsins en séu nú fleiri en 40 þúsund. Nýuppfærð hleðslustöð við Hof.ON „Allar stöðvar sem við setjum upp í dag eru hannaðar með þarfir hreyfihamlaðra í huga,“ segir Breki og bendir á að uppfærð hleðslustöð ON við Hof á Akureyri sé ein sú fullkomnasta á landinu. Þar séu engar árekstrarvarnir og skjárinn staðsettur fyrir fólk í sitjandi stöðu. „Stöðin við Glerártorg verður uppfærð á þessu ári en við höfum kosið að hafa hana opna frekar en að loka henni, þrátt fyrir að hún uppfylli ekki eðlilegar kröfur um aðgengi,“ segir Breki.
Málefni fatlaðs fólks Hleðslustöðvar Akureyri Tengdar fréttir Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Ómögulegt að nálgast hleðslustöð ON á hjólastól Hleðslustöð Orku náttúrunnar við Glerártorg á Akureyri er stúkuð af með steyptum stöplum og fólk í hjólastólum kemst ekki að henni. Tvö ár eru síðan ON undirritaði samstarfssamning við Sjálfsbjörgu um aðgengi hreyfihamlaðra að hleðslustöðvum um land allt. 14. apríl 2023 11:28