„Hann er orkumikill og hvetjandi“ Jón Már Ferro skrifar 15. apríl 2023 10:01 Það eru ekki margir reynslumeiri en Åge Hareide. EPA/Johan Nilsson Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, spilaði á sínum tíma fyrir Åge Hareide hjá Rosenborg og er spenntur fyrir ráðningu hans í landsliðsþjálfarastarfið. Hólmar segir að Hareide sé búinn að sanna sig bæði hjá félagsliðum og ekki síst sem landsliðsþjálfari. „Hann er orkumikill og hvetjandi. Hann á eftir að fá menn upp á tærnar og láta þá gera réttu hlutina. Satt að segja veit ég ekki hvernig hann mun nálgast þetta verkefni en ég veit að hann á eftir að fá menn til gera það sem hann vill gera.“ Hólmar Örn Eyjólfsson á tíma sínum í Rosenborg.mynd/rbk.no Það er greinilegt að Hólmar hafi notið þess að spila undir stjórn Hareide og lýsir þeim norska á jákvæðan hátt. „Hann er enginn harðstjóri en menn munu vilja hlaupa fyrir hann. Hann er líka léttur inn á milli og það er hægt að grínast og hægt að ræða við hann. Ég held að þetta sé heillaráðning fyrir KSÍ,“ sagði Hólmar. Það á ennþá eftir að koma í ljós hvort að Hareide breyti um starfslið eða haldi þeim sem fyrir eru. Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarsonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hélt starfi sínu þegar sá síðarnefndi var látinn fara. „Þegar hann kom inn í Rosenborg þá tók hann engan með sér. Hann virðist vera öruggur að koma inn í ný teymi. Það gæti alveg verið að hann haldi honum,“ sagði Hólmar. Óvíst er hvort Jóhannes Karl Guðjónsson haldi starfi sínu sem aðstoðarþjálfari. Hér er hann ásamt Arnari Þór Viðarsyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara og Halldóri Björnssyni, markmannsþjálfari.Vísir/Diego Hólmar segir að það sé margt líkt með Hareide og Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara. „Hann svipar til Lars á ákveðnum sviðum þó hann sé aðeins öðruvísi karakter. Ég held að með íslenska landsliðið þá skiptir miklu máli að byggja þetta upp á varnarleik þar sem allir frá fremsta manni verjast og gera það vel.“ Hareide stýrði danska landsliðinu með frábærum árangri frá 2016-2020 í 40 leikjum, vann 28 leiki, gerði 15 jafntefli og tapaði einungis 5 leikjum. Á heimsmeistaramótinu 2018 datt Danmörk út undir hans stjórn í 16-liða úrslitum gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni. Á móti sem Króatía átti eftir að fara alla leið í úrslit. Í riðlinum hafði liðið gert jafntefli gegn Frakklandi og Ástralíu en unnið Perú. Hann kom liðinu á Evrópumótið 2020 en var látinn fara fyrir mótið. Åge Hareide var elskaður af leikmönnum og stuðningsmönnum danska landsliðsins. Vísir/Getty „Leikmenn innan danska liðsins voru gríðarlega ánægðir með hann. Þeir voru mjög hissa þegar hann fór þaðan og söknuðu hans mikið. Það var mikil ánægja með hans störf þar,“ sagði Hólmar. Hareide stýrði norska landsliðinu í 58 leikjum á árunum 2003-2008, vann 24 leiki, gerði 18 jafntefli og tapaði 16 leikjum. Á félagsliðaferlinum hefur hann unnið deildina í Danmörku með Bröndby, í Noregi með Rosenborg og tvisvar í Svíþjóð, annarsvegar með Malmö FF og Helsingborg. Einnig hefur hann orðið bikarmeistari í Svíþjóð með Helsingborg og tvisvar í Noregi, með Rosenborg og Molde. Langur þjálfaraferill Þjálfaraferill hans hófst fyrir 37 árum sem spilandi aðstoðarþjálfari Molde árið 1986. Í kjölfarið tók hann við sem aðalþjálfari liðsins í byrjun árs 1990 og hætti ári seinna. Hareide tók síðan á ný við Molde árið 1993 en stýrði liðinu þá í fjögur ár. Hareide hélt næst til Helginsborg og stýrði félaginu í tvö tímabil en tók síðan við Bröndby og var þar til ársins 2001. Norska stórliðið Rosenborg var næsti áfangastaður Hareide, hann tók við liðinu árið 2003 en staldraði stutt við og var það sama ár ráðinn þjálfari norska landsliðsins. Hareide stýrði Noregi allt til ársins 2008 þegar hann tók við Örgryte til skamms tíma en árið 2009 var hann ráðinn þjálfari Viking í Noregi og var við stjórnvölinn þar í þrjú tímabil. Hareide á hliðarlínunni í Evrópukeppni félagsliða sem þjálfari Malmö árið 2022.vísir/getty Árið 2012 var Hareide síðan mættur aftur til Helsingborg en hann tók við liðinu um mitt sumar og stýrði því út tímabilið. Malmö var næsti áfangastaður Hareide en þangað kom hann árið 2014 og stýrði liðinu í tvö ár. Hann vann sænska meistaratitilinn í tvígang og kom liðinu bæði árin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með Kára Árnason í liðinu síðara árið. Eftir að hafa stýrt danska landsliðinu eins og fram kom hér að ofan tók hann aftur við við Rosenborg og stýrði liðinu tímabilin 2020 og 2021 áður en hann lét af störfum. Hann var svo kallaður inn til Malmö á miðju síðasta tímabili eftir að Milos Milojevic var rekinn en lét af störfum þar í desember síðastliðnum og hefur verið án starfs síðan þá. KSÍ Landslið karla í fótbolta Þungavigtin Tengdar fréttir „Hitti Hareide á heimavelli“ Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. 14. apríl 2023 16:04 Hareide ráðinn landsliðsþjálfari Norðmaðurinn Åge Hareide hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 14. apríl 2023 13:39 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Hann er orkumikill og hvetjandi. Hann á eftir að fá menn upp á tærnar og láta þá gera réttu hlutina. Satt að segja veit ég ekki hvernig hann mun nálgast þetta verkefni en ég veit að hann á eftir að fá menn til gera það sem hann vill gera.“ Hólmar Örn Eyjólfsson á tíma sínum í Rosenborg.mynd/rbk.no Það er greinilegt að Hólmar hafi notið þess að spila undir stjórn Hareide og lýsir þeim norska á jákvæðan hátt. „Hann er enginn harðstjóri en menn munu vilja hlaupa fyrir hann. Hann er líka léttur inn á milli og það er hægt að grínast og hægt að ræða við hann. Ég held að þetta sé heillaráðning fyrir KSÍ,“ sagði Hólmar. Það á ennþá eftir að koma í ljós hvort að Hareide breyti um starfslið eða haldi þeim sem fyrir eru. Jóhannes Karl Guðjónsson var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarsonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, en hélt starfi sínu þegar sá síðarnefndi var látinn fara. „Þegar hann kom inn í Rosenborg þá tók hann engan með sér. Hann virðist vera öruggur að koma inn í ný teymi. Það gæti alveg verið að hann haldi honum,“ sagði Hólmar. Óvíst er hvort Jóhannes Karl Guðjónsson haldi starfi sínu sem aðstoðarþjálfari. Hér er hann ásamt Arnari Þór Viðarsyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara og Halldóri Björnssyni, markmannsþjálfari.Vísir/Diego Hólmar segir að það sé margt líkt með Hareide og Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara. „Hann svipar til Lars á ákveðnum sviðum þó hann sé aðeins öðruvísi karakter. Ég held að með íslenska landsliðið þá skiptir miklu máli að byggja þetta upp á varnarleik þar sem allir frá fremsta manni verjast og gera það vel.“ Hareide stýrði danska landsliðinu með frábærum árangri frá 2016-2020 í 40 leikjum, vann 28 leiki, gerði 15 jafntefli og tapaði einungis 5 leikjum. Á heimsmeistaramótinu 2018 datt Danmörk út undir hans stjórn í 16-liða úrslitum gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni. Á móti sem Króatía átti eftir að fara alla leið í úrslit. Í riðlinum hafði liðið gert jafntefli gegn Frakklandi og Ástralíu en unnið Perú. Hann kom liðinu á Evrópumótið 2020 en var látinn fara fyrir mótið. Åge Hareide var elskaður af leikmönnum og stuðningsmönnum danska landsliðsins. Vísir/Getty „Leikmenn innan danska liðsins voru gríðarlega ánægðir með hann. Þeir voru mjög hissa þegar hann fór þaðan og söknuðu hans mikið. Það var mikil ánægja með hans störf þar,“ sagði Hólmar. Hareide stýrði norska landsliðinu í 58 leikjum á árunum 2003-2008, vann 24 leiki, gerði 18 jafntefli og tapaði 16 leikjum. Á félagsliðaferlinum hefur hann unnið deildina í Danmörku með Bröndby, í Noregi með Rosenborg og tvisvar í Svíþjóð, annarsvegar með Malmö FF og Helsingborg. Einnig hefur hann orðið bikarmeistari í Svíþjóð með Helsingborg og tvisvar í Noregi, með Rosenborg og Molde. Langur þjálfaraferill Þjálfaraferill hans hófst fyrir 37 árum sem spilandi aðstoðarþjálfari Molde árið 1986. Í kjölfarið tók hann við sem aðalþjálfari liðsins í byrjun árs 1990 og hætti ári seinna. Hareide tók síðan á ný við Molde árið 1993 en stýrði liðinu þá í fjögur ár. Hareide hélt næst til Helginsborg og stýrði félaginu í tvö tímabil en tók síðan við Bröndby og var þar til ársins 2001. Norska stórliðið Rosenborg var næsti áfangastaður Hareide, hann tók við liðinu árið 2003 en staldraði stutt við og var það sama ár ráðinn þjálfari norska landsliðsins. Hareide stýrði Noregi allt til ársins 2008 þegar hann tók við Örgryte til skamms tíma en árið 2009 var hann ráðinn þjálfari Viking í Noregi og var við stjórnvölinn þar í þrjú tímabil. Hareide á hliðarlínunni í Evrópukeppni félagsliða sem þjálfari Malmö árið 2022.vísir/getty Árið 2012 var Hareide síðan mættur aftur til Helsingborg en hann tók við liðinu um mitt sumar og stýrði því út tímabilið. Malmö var næsti áfangastaður Hareide en þangað kom hann árið 2014 og stýrði liðinu í tvö ár. Hann vann sænska meistaratitilinn í tvígang og kom liðinu bæði árin í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með Kára Árnason í liðinu síðara árið. Eftir að hafa stýrt danska landsliðinu eins og fram kom hér að ofan tók hann aftur við við Rosenborg og stýrði liðinu tímabilin 2020 og 2021 áður en hann lét af störfum. Hann var svo kallaður inn til Malmö á miðju síðasta tímabili eftir að Milos Milojevic var rekinn en lét af störfum þar í desember síðastliðnum og hefur verið án starfs síðan þá.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Þungavigtin Tengdar fréttir „Hitti Hareide á heimavelli“ Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. 14. apríl 2023 16:04 Hareide ráðinn landsliðsþjálfari Norðmaðurinn Åge Hareide hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 14. apríl 2023 13:39 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
„Hitti Hareide á heimavelli“ Åge Hareide var fyrsti kostur KSÍ í leit að nýjum landsliðsþjálfara karlaliðs Íslands í knattspyrnu. 14. apríl 2023 16:04
Hareide ráðinn landsliðsþjálfari Norðmaðurinn Åge Hareide hefur verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 14. apríl 2023 13:39
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn