Hagstæðustu lán sem völ er á? María Sól Antonsdóttir og Nanna Hermannsdóttir skrifa 13. apríl 2023 23:30 Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nanna Hermannsdóttir Námslán Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Manst þú þegar námslán voru hagstæðustu lánin sem völ var á? Það gerum við líka, enda er ekki ýkja langt síðan svo var. Sú er sko aldeilis ekki raunin lengur. Vaxtakjör á námslánum hafa stórversnað í kjölfar þess að lög um Menntasjóð námsmanna tóku gildi. Lán frá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) eru verðtryggð og báru 1% fasta vexti, þar til nýverið, þegar þeir voru lækkaðir niður í 0,4% samhliða innleiðingu nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Vextir á þeim lánum eru breytilegir og geta orðið allt að 4% fyrir verðtryggð lán og 9% fyrir óverðtryggð lán. Nú, í apríl 2023, hafa vextir óverðtryggðra námslána hjá sjóðnum náð hámarki. Sé litið til vaxtakjara húsnæðislána til samanburðar, er staðan sú að í dag er hægt er að taka húsnæðislán með hagstæðari vaxtakjörum en bjóðast á námslánum, samanber mynd hér að neðan[1]. Of hátt vaxtaþak Ötul barátta Stúdentaráðs skilaði því að vaxtaþak var sett á lán frá Menntasjóði námsmanna og því má þakka baráttu stúdenta fyrir að vextir námslána séu ekki hærri en raun ber vitni. En betur má ef duga skal, því þrátt fyrir þennan varnarsigur stúdenta þá hefur efnahagsástandið í dag sýnt að ef vaxtaþakið á raunverulega að vernda greiðendur þá þarf það að lækka. Þessu vaxtafyrirkomulagi fylgir mikil óvissa fyrir stúdenta um kjör námslána enda getur vaxtastigið flökt um tugi punkta dag frá degi. Áður fyrr fylgdi námslánum ekki slík óvissa, en með þeim breytingum sem gerðar voru 2020 var allri áhættu velt yfir á stúdenta. Það er engum blöðum um það að fletta að vaxtaþak sem sett er of hátt veitir lántökum ekki raunverulega vernd og þjónar því ekki tilgangi sínum. Þrátt fyrir sögulega slæmt efnahagsástand hafa vextir á verðtryggðum námslánum ekki enn náð hámarki sínu og það var ekki fyrr en nýlega að óverðtryggð námslán náðu hámarki. Áhættunni er enn frekar velt yfir á greiðendur með föstu vaxtaálagi sem sett er til þess að verja sjóðinn fyrir afföllum. Samviskusamir greiðendur bera því kostnaðinn vegna vangreiðslu annarra lántaka. Slæmt efnahagsástand bitnar þannig á greiðendum námslána. Við upphaf náms er ómögulegt að sjá fyrir hvernig vaxtaumhverfið verður á greiðslutímabilinu. Með því að lækka vaxtaþakið væri hægt að draga umtalsvert úr óvissu um lánakjör og greiða um leið aðgengi að menntun. Slíkt væri í samræmi við markmið laga um Menntasjóð námsmanna: að veita aðgengi að námi óháð efnahag eða stöðu að öðru leyti. Fjárfesting í menntun Það er ljóst að þau sem af einhverjum ástæðum ljúka ekki námi á réttum tíma og fá því ekki 30% niðurfellingu höfuðstól láns síns, sjá fram á umtalsvert verri lánakjör en ef þau hefðu tekið lán frá LÍN. Stúdentar hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að litið sé til samsetningar þess hóps sem fær ekki niðurfellinguna. Hverjir eru það sem eiga erfiðara með að ljúka námi á réttum tíma? Jú, það eru til dæmis þau sem búa við fátækt, þau sem glíma við veikindi, foreldrar og aðrir viðkvæmir hópar. Ef ríkið styrkir þennan hóp ekki til náms í gegnum Menntasjóð námsmanna, er hann þá raunverulega að þjóna hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður? Hvað er til ráða? Endurskoðun á lögum um Menntasjóð námsmanna stendur nú yfir og skulu niðurstöður hennar kynntar á haustþingi 2023. Endurskoðunin veitir gullið tækifæri til að gera nauðsynlegar breytingar á námslánakerfinu í þágu jafnrétti allra til náms. Stúdentar krefjast þess að vaxtaþak fyrir bæði verðtryggð og óverðtryggð námslán verði lækkað þannig að það veiti lántökum raunverulega vernd. Þá krefjast stúdentar þess að álag vegna affalla verði afnumið þannig að lántakar gjaldi ekki fyrir vangreiðslur annarra í formi hærri vaxtagreiðslna. Kröfur stúdenta í heild sinni vegna endurskoðunar á lögum um Menntasjóð námsmanna má nálgast hér. Höfundar eru lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og stjórnarmaður í Sambandi íslenskra námsmanna erlendis (SÍNE) [1] Myndirnar byggja á ávöxtunarkröfu RIKB24 og RIKS26 að viðbættu 0,8% vaxtaálagi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun