Ten Hag eftir hörmulegan endi: „Ekki skemmtilegt kvöld“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2023 07:01 Erik Ten Hag þakkar áhorfendum eftir vægast sagt súran endi. Matthew Ashton/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega mjög ósáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að hans menn höfðu glutrað niður tveggja marka forystu gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“ Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Man United hóf leikinn frábærlega og virtist vera búið að klára einvígið í fyrri hálfleik. Hins vegar hrundið liðið algjörlega þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Tvö sjálfsmörk sem og Lisandro Martínez fór að því virtist alvarlega meiddur af velli. „Við vorum með leikinn í höndunum, vorum 2-0 yfir en hefðum átt að vera búnir að skora þrjú eða fjögur. Getum kennt sjálfum okkur um. Við vorum óheppnir með meiðsli, þurfum að gera nokkrar skiptingar vegna meiðsla og þá misstum við stjórn á leiknum.“ „Við fengum á okkur tvö sjálfsmörk, það er óheppni en við verðum að höndla það. Við verðum að læra og þurfum að drepa leiki en einvígið er nú galopið.“ „Þegar við náðum ekki að skora þriðja markið og lentum í nokkrum meiðslum þá misstum við ryðmann sem við höfðum verið í. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, sýndum mikla trú og Marcel Sabitzer skoraði tvö frábær mörk. Hefðum getað skorað enn fleiri en í síðari hálfleik misstum við alla stjórn á leiknum.“ 85' Man Utd 2-1 Sevilla (Malacia OG)90+3' Man Utd 2-2 Sevilla (Maguire OG)Sevilla come back to shock Man Utd at Old Trafford thanks to TWO own goals pic.twitter.com/heLf0VPCwX— B/R Football (@brfootball) April 13, 2023 „Ég veit að við getum gert betur með þá leikmenn sem kláruðu leikinn. Við þurfum að vera yfirvegaðri, þetta var ekki skemmtilegt kvöld.“ Að lokum tjáði Ten Hag sig um meiðsli Martínez og Raphaël Varane. „Við sjáum Martínez falla niður með engan nálægt sér. Það lítur ekki vel út en það er þó ekki um að ræða meiðsli á hásin. Ekki á því svæði. Ég veit ekki hversu alvarleg meiðslin eru, sama með Raphaël.“
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira