Mikil spenna ríkti fyrir leik kvöldsins en félögin mættust í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu á síðustu leiktíð. Sá leikur endaði 1-0 fyrir Roma en nú snerist taflið við. Markið kom í síðari hálfleik en í þeim fyrri fengu gestirnir frá Róm vítaspyrnu.
Lorenzo Pellegrini fór á punktinn en spyrna hans endaði í stönginni og staðan 0-0 í hálfleik. Eftir níu mínútna leik í síðari hálfleik komst Oussama Idrissi upp að endalínu og gaf boltann út í teiginn. Mats Wieffer tók boltann á lofti og skoraði þetta líka glæsilega mark.
Feyenoord go 1-0 up vs AS Roma, goal from Mats Wieffer! pic.twitter.com/FnSXqk2eWC
— EuroFoot (@eurofootcom) April 13, 2023
Mörkin urðu ekki fleiri og lauk leiknum með 1-0 sigri heimamanna. Þeir eru því með forystuna fyrir síðari leikinn sem fram fer í Róm eftir viku.