Segir Mourinho að troða bikarsafninu þar sem sólin skín ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. apríl 2023 12:31 Antonio Cassano er ekki hrifinn af José Mourinho og aðferðum hans. Vísir Það verður seint sagt að José Mourinho, knattspyrnustjóra Roma á Ítalíu, og Antonio Cassano, fyrrverandi leikmanni Roma sem og ítalska landsliðsins, sé vel til vina. Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
Þeir hafa skotið á hvorn annan í gegnum fjölmiðla að undanförnu og nú hefur Cassano sagt Mourinho að hann viti hvert hann geti troðið öllum þeim verðlaunagripum sem hann hefur unnið á ferlinum. Þannig er mál með vexti að Cassano hóf leiðindin þegar hann gagnrýndi Mourinho opinberlega. Sagði hann að portúgalski þjálfarinn væri latur og að honum væri „alveg sama um fótbolta.“ Jose Mourinho hits back at Antonio Cassano after the former striker claimed he 'doesn't give a s*** about football' https://t.co/8EJgJjyCcd— MailOnline Sport (@MailSport) April 9, 2023 Mourinho verður seint þekktur fyrir að taka gagnrýni vel og svaraði um hæl. Hann gagnrýndi feril Cassano og sagði hann vera „miðlungs.“ Cassano hóf feril sinn hjá Bari en spilaði með Roma frá 2001 til 2006. Þaðan fór hann til Real Madríd en náði aldrei að festa sig í sessi. Spilaði framherjinn með Sampdoria, AC Milan, Inter Milan, Parma og Verona eftir það. Þá spilaði Cassano 39 A-landsleiki og skoraði 10 mörk. Mourinho passaði sig einnig að nefna þá titla sem hann hefur unnið í gegnum tíðina. Cassano svaraði því svo í síðasta þætti sápuóperu þeirra félaga. „Ég hef aldrei talað illa um persónuna Mourinho. Ég þekki hann ekki og get ekki dæmt persónu hans. Ég mun halda áfram að gagnrýna hann hvað fótbolta varðar. Hann veit hvert hann getur troðið verðlaununum sem hann hefur unnið.“ „Mourinho vann Sambandsdeild Evrópu með Roma en hann hagaði sér skammarlega, var til vandræða og móðgaði leikmenn. Ég þurfti ekki að vinna neitt, ég spilaði til að skemmta áhorfendum. Mér var alveg sama um titla og bikara. Mourinho vinnur með því að spila ógeðfelldan fótbolta, hann verður að skilja að hann er slakur þjálfari,“ sagði Cassano. Mourinho eftir sigur í Sambandsdeildinni.Silvia Lore/Getty Images Mourinho og lærisveinar hans heimsækja Feyenoord í Hollandi í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag. Um er að ræða liðin sem mættust í úrslitum Sambandsdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá hafði Roma betur 1-0. Leikurinn hefst klukkan 16.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Ítalski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira