Air: Miðaldra forréttindapjakkar gera loftlitla Nike-tuðru Heiðar Sumarliðason skrifar 15. apríl 2023 08:42 Ben Affleck leikur Phil Knight, forstjóra Nike. Kvikmyndin Air fjallar um hvernig íþróttafatnaðarframleiðandanum Nike tókst að landa samningi við körfuknattleiksmanninn Michael Jordan og skapa eitt vinsælasta vörumerki sögunnar: Air Jordan. Það fyrsta sem kom upp í huga mér var: Þetta er varla efni í bíómynd? Svo sá ég að Ben Affleck leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkanna ásamt Matt Damon vini sínum. Einnig tóku þeir handritið rækilega í gegn en fengu ekki kredit út af einhverjum reglum frá Félagi handritshöfunda í Bandaríkjunum. Samstarf vinanna tveggja hefur verið einstaklega gjöfult og leikstjóraferill Afflecks verið mjög sterkur. Því taldi ég allar líkur á að þeir myndu ná að kokka einhverja dásemd upp úr þessu. Moneyball er virkilega frambærileg kvikmynd. Hollywood hefur oft náð að gera ótrúlega spennandi kvikmyndir tengdar einhvers konar stórfyrirtækjum og félagasamtökum, skemmst er að minnast hinna frábæru The Social Network og Moneyball, sem einnig er íþróttatengd kvikmynd. Ég hefði t.d. ekki talið Moneyball efnivið í áhugaverða kvikmynd, en með tvo sterkustu handritshöfunda heims, þá Aaron Sorkin (sem skrifaði einnig The Social Network) og Steven Zaillian (Schindler's List), voru allar líkur á að Moneyball yrði „home run.“ Air kemst þó ekki með tærnar þar sem fyrrnefndar myndir eru með hælana. Hún er ekki slæm kvikmynd, hún stenst bara engan veginn samanburðinn. Sökin liggur hjá handritinu, sem er ekki nægilega sterkt, það skortir alltof margar grunneindir sem góða sögu þarf að prýða. Hvað er í húfi? Hvað fer úrskeiðis? Í grunninn velur handritshöfundurinn - nýliðinn Alex Convery - minnst áhugaverða sjónarhornið á Air Jordan söguna; hvernig hópur miðaldra skrifstofublóka landaði samningnum við körfuboltastjörnuna. Því er hér ætlast til þess að samhygð skapist með vöru, sem er með því bilaðasta sem ég hef heyrt lengi. Jordan-merkið fræga. Hversu mörgum er í raun það annt um Air Jordan vörumerkið að heil 90 milljón dollara kvikmynd sé lögð undir tilurð þess? Til að skila þessu almennilega á tjaldið hefði þurft töluvert meira en hér er lagt á borðið. Það hefði þurft að vera miklu meira í húfi fyrir aðalpersónuna, Sonny Vaccaro (Matt Damon), en það sem við fáum er heldur sjálfhverf persóna sem leggur alla körfuboltadeild Nike undir hugboð sitt um að Michael Jordan sé framtíð íþróttarinnar. Líkt og kemur fram í myndinni var það alls ekki augljóst, enda Jordan valinn númer þrjú af Chicago Bulls í nýliðavali NBA árið 1984. Margir tengdir Bulls hoppuðu t.d. ekkert hæð sína af kæti yfir valinu. Jordan á sínu fyrsta ári í NBA. Auðvitað er eitthvað í húfi ef samningar nást ekki, það skortir hins vegar að persónugera það betur. Þessir (mestmegnis) hvítu miðaldra karlmenn munu kannski missa vinnuna ef Jordan-veðmál aðalpersónunnar Sonny Vaccaro gengur ekki upp. Ég efast hins vegar um að þeir yrðu atvinnulausir lengi. Því er í raun ekkert stórfenglegt í húfi fyrir þær persónur sem eru í forgrunni annað en að Nike missi af Jordan skónum. Og hvað með það? Næsti bær við United Passions Það gjörsamlega yfirstígur minn skilning að þessi mynd sé til, a.m.k. að sagan sé sett fram á þennan máta. Hún er eins og 110 mínútna auglýsing fyrir bandarískt stórfyrirtæki. Það eina sem kemur upp í huga mér sem má líkja henni við er FIFA-myndin svokallaða: United Passions. Hins vegar var það FIFA sem fjármagnaði þá mynd, eðlilega, því hverjum dettur í hug að fjármagna mynd sem er ekkert annað en auglýsing fyrir samsteypu sem veltir milljörðum. Sam Neil og Tim Roth vilja sjálfsagt gleyma United Passions sem fyrst. Jú, Amazon Studios datt það í hug með því að gefa grænt ljós á framleiðslu Air. Það hefði eiginlega verið meira vit í því að láta þá Damon og Affleck gera mynd um tilurð Amazon.com. Air er í raun eins og ef Hagkaup myndi láta gera auglýsingu, nema það sem er auglýst er Bónus. Ég held að þetta segi einna mest um ást Bandaríkjamanna á sínu kapítalíska kerfi, þeir hreinlega geta ekki hætt að gera ástarbréf til þess í kvikmyndaformi. Oftast er þó einhvers konar ádeila sem fylgir. The Social Network hefur sterka ádeilu og er ekki gerð sem auglýsing fyrir Facebook. Hún deilir á manninn á bakvið báknið, Mark Zuckerberg. Hún sýnir okkur ekki bara hylkið Zuckerberg, hún fer inn í frumur og merg. Þetta gerir höfundurinn Sorkin með því að sýna okkur breyskleika hans; hann sýndi okkur óöryggið, inngrónu tánöglina, vörturnar og bólurnar. Hann náði að plata okkur til þess að halda með manni sem var tilbúinn að traðka á besta vini sínum til þess að ná árangri. You don't get to 500 million friends without making a few enemies... ...var tag-lína The Social Network. Möguleikar dramans leka af henni. Tag-lína Air er: Courting a legend. Dramað þar virðist liggja í því að aðalpersónurnar séu að jagast í Michael Jordan og geri hvað sem þær geti til að fá hann til liðs við sig. Jordan er hins vegar ekki einu sinni persóna í myndinni! Strákarnir að skapa „The“ Facebook. Það sem við fáum er örlítið af móður hans, og svo umboðsmanni hans. Hver er þessi Sonny Vaccaro Stærsti gallinn liggur hjá aðalpersónu Air, Sonny Vaccaro. Það vita allir hver Mark Zuckerberg er. Það veit enginn hver Vaccaro er. Því er erfitt að deila á mann sem er algjört persona non grata, nema persónan sé gerð þeim mun sértækari. Ég get hins vegar ekki sagt þér mikið Vaccaro, þrátt fyrir að vera nýbúinn að horfa á heila kvikmynd um hann. Persóna hans er alltof léttvæg. Það hefði þurft að magna upp það sem er húfi svo að Air hefði raunverulegt gildi. Aum tilraun til að bæta inn einhverri pressu er þegar Rob Strasser (Jason Bateman) segir Vaccaro að hann verði að halda vinnunni sinni hjá Nike svo hann geti haldið áfram að gefa dóttur sinni skó. Þetta er sena sem fnykur af, endurskrifafnykur. Einhver hefur sagt þeim Affleck og Damon að það þurfi að vera meira í húfi og þeir hafa sennilega bætt þessu inn í kjölfarið. Það sem er raunverulega í húfi í sögunni hefði þurft að vera alveg skýrt og betur persónugert í fyrsta leikþætti, en þessi sena milli Vaccaro og Strasser kemur alltof seint í myndinni og er hreinlega aum tilraun til reddinga. Air heldur sig í lágflugi út í gegn og sú harða brotlending sem var í vændum fyrir t.d. persónur The Social Network og Moneyball er aldrei möguleiki hér. Persónur kvikmynda þurfa að fljúga hátt, svo nálægt sólinni að hárið á höfði þeirra er farið að sviðna af, það kemur aldrei til hér. Höfundar Air hefðu betur horft á Moneyball og skoðað hvaða dramatúrgísku tól Sorkin og Zaillian beittu til að hækka hitann í kringum aðalpersónuna, auka þannig spennuna þar til hún verður óbærileg. Mér dettur helst í hug að grunnsaga Air sé lokandi og innihaldi of fáa möguleika til almennilegs drama. Pressan og mótbárurnar í kringum atburði Moneyball liggja í hlutarins eðli. Þar eru margir áhrifamiklir aðilar sem hægt og rólega auka þrýstinginn á aðalpersónunum, sem er ekki að finna í Air. Miðaldra forréttindapjakkar Air er dæmigerð kvikmynd gerð af tveimur firrtum miðaldra forréttindapjökkum (Affleck og Damon). Ben Affleck er sagður eitt sinn hafa tapað 400.000 dollurum á einni pókerhönd. Hvað gera þeir? Mynd um Michael Jordan? Mynd um foreldra hans? Fólk sem raunverulega hefur þurft að strita til að komast á toppinn? Nei, þeir gera mynd um firrtu miðaldra forréttindapjakkana sem fengu Jordan til að skrifa undir einhvern samning. Allt er nú til. Niðurstaða: Air leið hjá án þess að hafa mikil áhrif á mig. Miðlungs áhugaverð kvikmynd, sem þolir ekki sérlega mikla gegnumrýni. Örugglega fínt Netflix áhorf þegar fram líða stundir. Moneyball er reyndar á Netflix, mæli með henni. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Það fyrsta sem kom upp í huga mér var: Þetta er varla efni í bíómynd? Svo sá ég að Ben Affleck leikstýrir og leikur eitt aðalhlutverkanna ásamt Matt Damon vini sínum. Einnig tóku þeir handritið rækilega í gegn en fengu ekki kredit út af einhverjum reglum frá Félagi handritshöfunda í Bandaríkjunum. Samstarf vinanna tveggja hefur verið einstaklega gjöfult og leikstjóraferill Afflecks verið mjög sterkur. Því taldi ég allar líkur á að þeir myndu ná að kokka einhverja dásemd upp úr þessu. Moneyball er virkilega frambærileg kvikmynd. Hollywood hefur oft náð að gera ótrúlega spennandi kvikmyndir tengdar einhvers konar stórfyrirtækjum og félagasamtökum, skemmst er að minnast hinna frábæru The Social Network og Moneyball, sem einnig er íþróttatengd kvikmynd. Ég hefði t.d. ekki talið Moneyball efnivið í áhugaverða kvikmynd, en með tvo sterkustu handritshöfunda heims, þá Aaron Sorkin (sem skrifaði einnig The Social Network) og Steven Zaillian (Schindler's List), voru allar líkur á að Moneyball yrði „home run.“ Air kemst þó ekki með tærnar þar sem fyrrnefndar myndir eru með hælana. Hún er ekki slæm kvikmynd, hún stenst bara engan veginn samanburðinn. Sökin liggur hjá handritinu, sem er ekki nægilega sterkt, það skortir alltof margar grunneindir sem góða sögu þarf að prýða. Hvað er í húfi? Hvað fer úrskeiðis? Í grunninn velur handritshöfundurinn - nýliðinn Alex Convery - minnst áhugaverða sjónarhornið á Air Jordan söguna; hvernig hópur miðaldra skrifstofublóka landaði samningnum við körfuboltastjörnuna. Því er hér ætlast til þess að samhygð skapist með vöru, sem er með því bilaðasta sem ég hef heyrt lengi. Jordan-merkið fræga. Hversu mörgum er í raun það annt um Air Jordan vörumerkið að heil 90 milljón dollara kvikmynd sé lögð undir tilurð þess? Til að skila þessu almennilega á tjaldið hefði þurft töluvert meira en hér er lagt á borðið. Það hefði þurft að vera miklu meira í húfi fyrir aðalpersónuna, Sonny Vaccaro (Matt Damon), en það sem við fáum er heldur sjálfhverf persóna sem leggur alla körfuboltadeild Nike undir hugboð sitt um að Michael Jordan sé framtíð íþróttarinnar. Líkt og kemur fram í myndinni var það alls ekki augljóst, enda Jordan valinn númer þrjú af Chicago Bulls í nýliðavali NBA árið 1984. Margir tengdir Bulls hoppuðu t.d. ekkert hæð sína af kæti yfir valinu. Jordan á sínu fyrsta ári í NBA. Auðvitað er eitthvað í húfi ef samningar nást ekki, það skortir hins vegar að persónugera það betur. Þessir (mestmegnis) hvítu miðaldra karlmenn munu kannski missa vinnuna ef Jordan-veðmál aðalpersónunnar Sonny Vaccaro gengur ekki upp. Ég efast hins vegar um að þeir yrðu atvinnulausir lengi. Því er í raun ekkert stórfenglegt í húfi fyrir þær persónur sem eru í forgrunni annað en að Nike missi af Jordan skónum. Og hvað með það? Næsti bær við United Passions Það gjörsamlega yfirstígur minn skilning að þessi mynd sé til, a.m.k. að sagan sé sett fram á þennan máta. Hún er eins og 110 mínútna auglýsing fyrir bandarískt stórfyrirtæki. Það eina sem kemur upp í huga mér sem má líkja henni við er FIFA-myndin svokallaða: United Passions. Hins vegar var það FIFA sem fjármagnaði þá mynd, eðlilega, því hverjum dettur í hug að fjármagna mynd sem er ekkert annað en auglýsing fyrir samsteypu sem veltir milljörðum. Sam Neil og Tim Roth vilja sjálfsagt gleyma United Passions sem fyrst. Jú, Amazon Studios datt það í hug með því að gefa grænt ljós á framleiðslu Air. Það hefði eiginlega verið meira vit í því að láta þá Damon og Affleck gera mynd um tilurð Amazon.com. Air er í raun eins og ef Hagkaup myndi láta gera auglýsingu, nema það sem er auglýst er Bónus. Ég held að þetta segi einna mest um ást Bandaríkjamanna á sínu kapítalíska kerfi, þeir hreinlega geta ekki hætt að gera ástarbréf til þess í kvikmyndaformi. Oftast er þó einhvers konar ádeila sem fylgir. The Social Network hefur sterka ádeilu og er ekki gerð sem auglýsing fyrir Facebook. Hún deilir á manninn á bakvið báknið, Mark Zuckerberg. Hún sýnir okkur ekki bara hylkið Zuckerberg, hún fer inn í frumur og merg. Þetta gerir höfundurinn Sorkin með því að sýna okkur breyskleika hans; hann sýndi okkur óöryggið, inngrónu tánöglina, vörturnar og bólurnar. Hann náði að plata okkur til þess að halda með manni sem var tilbúinn að traðka á besta vini sínum til þess að ná árangri. You don't get to 500 million friends without making a few enemies... ...var tag-lína The Social Network. Möguleikar dramans leka af henni. Tag-lína Air er: Courting a legend. Dramað þar virðist liggja í því að aðalpersónurnar séu að jagast í Michael Jordan og geri hvað sem þær geti til að fá hann til liðs við sig. Jordan er hins vegar ekki einu sinni persóna í myndinni! Strákarnir að skapa „The“ Facebook. Það sem við fáum er örlítið af móður hans, og svo umboðsmanni hans. Hver er þessi Sonny Vaccaro Stærsti gallinn liggur hjá aðalpersónu Air, Sonny Vaccaro. Það vita allir hver Mark Zuckerberg er. Það veit enginn hver Vaccaro er. Því er erfitt að deila á mann sem er algjört persona non grata, nema persónan sé gerð þeim mun sértækari. Ég get hins vegar ekki sagt þér mikið Vaccaro, þrátt fyrir að vera nýbúinn að horfa á heila kvikmynd um hann. Persóna hans er alltof léttvæg. Það hefði þurft að magna upp það sem er húfi svo að Air hefði raunverulegt gildi. Aum tilraun til að bæta inn einhverri pressu er þegar Rob Strasser (Jason Bateman) segir Vaccaro að hann verði að halda vinnunni sinni hjá Nike svo hann geti haldið áfram að gefa dóttur sinni skó. Þetta er sena sem fnykur af, endurskrifafnykur. Einhver hefur sagt þeim Affleck og Damon að það þurfi að vera meira í húfi og þeir hafa sennilega bætt þessu inn í kjölfarið. Það sem er raunverulega í húfi í sögunni hefði þurft að vera alveg skýrt og betur persónugert í fyrsta leikþætti, en þessi sena milli Vaccaro og Strasser kemur alltof seint í myndinni og er hreinlega aum tilraun til reddinga. Air heldur sig í lágflugi út í gegn og sú harða brotlending sem var í vændum fyrir t.d. persónur The Social Network og Moneyball er aldrei möguleiki hér. Persónur kvikmynda þurfa að fljúga hátt, svo nálægt sólinni að hárið á höfði þeirra er farið að sviðna af, það kemur aldrei til hér. Höfundar Air hefðu betur horft á Moneyball og skoðað hvaða dramatúrgísku tól Sorkin og Zaillian beittu til að hækka hitann í kringum aðalpersónuna, auka þannig spennuna þar til hún verður óbærileg. Mér dettur helst í hug að grunnsaga Air sé lokandi og innihaldi of fáa möguleika til almennilegs drama. Pressan og mótbárurnar í kringum atburði Moneyball liggja í hlutarins eðli. Þar eru margir áhrifamiklir aðilar sem hægt og rólega auka þrýstinginn á aðalpersónunum, sem er ekki að finna í Air. Miðaldra forréttindapjakkar Air er dæmigerð kvikmynd gerð af tveimur firrtum miðaldra forréttindapjökkum (Affleck og Damon). Ben Affleck er sagður eitt sinn hafa tapað 400.000 dollurum á einni pókerhönd. Hvað gera þeir? Mynd um Michael Jordan? Mynd um foreldra hans? Fólk sem raunverulega hefur þurft að strita til að komast á toppinn? Nei, þeir gera mynd um firrtu miðaldra forréttindapjakkana sem fengu Jordan til að skrifa undir einhvern samning. Allt er nú til. Niðurstaða: Air leið hjá án þess að hafa mikil áhrif á mig. Miðlungs áhugaverð kvikmynd, sem þolir ekki sérlega mikla gegnumrýni. Örugglega fínt Netflix áhorf þegar fram líða stundir. Moneyball er reyndar á Netflix, mæli með henni.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira