Þjálfarinn sagður rekinn eftir megna óánægju Ronaldos Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 08:31 Rudi Garcia með Cristiano Ronaldo eftir að stórstjarnan gekk í raðir Al Nassr. Getty Dagar franska þjálfarans Rudi García sem þjálfari Al Nassr í Sádi-Arabíu virðast vera taldir. Spænska blaðið Marca fullyrðir að hann hafi þegar verið rekinn og vísar í sádi-arabíska miðla. Ástæðan mun meðal annars vera megn óánægja aðalstjörnu liðsins, Cristiano Ronaldo, og fleiri leikmanna í garð Frakkans. Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023 Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United eftir HM í Katar í desember, og skrifaði undir samning sem tryggir honum langhæstu laun knattspyrnuheimsins í dag eða um það bil 30 milljarða króna á ári. Ronaldo hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum en það hefur ekki dugað til fyrir Al Nassr sem er nú þremur stigum á eftir toppliði Al Ittihad þegar sjö umferðir eru eftir af sádi-arabísku deildinni. Ronaldo var sérstaklega ósáttur eftir markalaust jafntefli við Al Feiha í síðasta leik. Cristiano Ronaldo's Al-Nassr manager Rudi Garcia 'is at risk of being dismissed by the Saudi side after a dressing room row with his players' https://t.co/aTuCn8WYWm— MailOnline Sport (@MailSport) April 12, 2023 Í frétt spænska blaðsins Marca segir að þó að úrslit leikja eigi sinn þátt í brotthvarfi García þá hafi samband hans við leikmenn ráðið úrslitum, og deila við þá í búningsklefanum. Spænska blaðið AS segir auk þess að Ronaldo hafi haldið leynifund með stjórnendum Al Nassr þar sem hann lýsti óánægju sinni með störf Garcia. García tók við Al Nassr síðasta sumar af Miguel Ángel Russo. Þessi 59 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt liðum á borð við Lille, Roma, Marseille og Lyon. Uppfært 10.30: Bandaríski miðillinn ESPN segist hafa heimildir fyrir því að García fái einn leik til viðbótar til þess að bjarga starfi sínu. Cristiano Ronaldo s coach, Rudi Garcia, has been given one game to save his job at Al Nassr, sources have told ESPN's @MarkOgden_. pic.twitter.com/SdcTSc07dL— ESPN FC (@ESPNFC) April 12, 2023
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira