Meintur skotmaður á Dubliner dæmdur fyrir fjölda ótengdra brota Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2023 17:52 Maðurinn er grunaður um að hafa hleypt af byssu á skemmtistaðnum Dubliner 12. mars og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna þess. Vísir/Jóhann K. Tæplega þrítugur karlmaður sem er grunaður um að hleypa af skoti á skemmtistaðnum The Dubliner í síðasta mánuði var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjölda ótengdra brota. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að berja mann með kylfu. Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl. Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Sjá meira
Ákæran á hendur manninum var í tólf liðum. Auk líkamsárásarinnar var hann ákærður fyrir þjófnað, nytjastuld, vopnalagabrot, ólögmæta meðferð á fundnu fé auk nokkurra umferðarlaga- og fíkniefnalagabrota. Maðurinn játaði skýlaust brotin. Líkamsárásin átti sér stað á stigagangi íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í nóvember árið 2021. Réðst maðurinn á annan mann með kylfu þannig að fórnarlambið féll í gólfið og hlaut ýmis meiðsli. Eftir árásina ók árásarmaðurinn burt á bifreið undir áhrifum kókaíns og sterka verkjalyfja. Það var eitt níu umferðarlagabrota þar sem hann var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja. Hann var auk þess dæmdur fyrir vopnalagabrot. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir ólögmæta meðferð fundins fjár þegar hann sló eign sinni á 20.000 krónur sem annar maður hafði gleymt í seðlalúgu hraðbanka í Reykjavík í janúar árið 2022. Innan við tveimur vikum síðar fundust tuttugu kannabisplöntur í vörslu mannsins á heimili hans í Reykjavík sem hann hafði ræktað um nokkurt skeið. Undir lok mars sama ár tók maðurinn bifreið i heimildarleysi og fór í kjölfarið inn í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þaðan sem hann stal húslyklum, seðlaveski, borðtölvu og tengdum munum, þráðlausum heyrnartólum og lyfjum. Í gæsluvarðhaldi vegna Dubliner-málsins Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Í dómsorðinu kom fram að maðurinn hafi hlotið dóma og gengist undir lögreglustjórasáttir vegna umferðarlagabrota en að sakaferill hans hefði ekki áhrif á ákvörðun refsingar í þessu máli. Auk fangelsisdómsins var maðurinn sviptur ökurétti í sex ár og níu mánuði. Þá þarf hann að sæta upptöku á stunguvopni, fjaðurhníf og hafnaboltakylfu sem lögregla lagði hald á í nokkrum af þeim fjölda skipta sem hún hafði afskipti af honum. Dómurinn féll 31. mars en var birtur í dag. Maðurinn sat þá og situr enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins á Dubliner. Í því er hann grunaður um að hafa hleypt af skoti í vegg við barinn á staðnum. Engin slasaðist alvarlega en tveir gestir staðarins fengu aðhlynningu, annar vegna skrámu á höfði en hinn vegna þess að hann hafði áhyggjur af heyrn sinni eftir byssuhvellinn. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir manninum rennur út 18. apríl.
Dómsmál Byssuskot á The Dubliner Skotvopn Reykjavík Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Sjá meira