Spilar ekki meira með Val og HM í hættu Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 15:15 Menn hafa átt í mestu vandræðum með að ná taki á Benedikt Gunnari Óskarssyni í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta er flott viðurkenning,“ segir Valsarinn Benedikt Gunnar Óskarsson en hann var valinn besti leikmaður deildarkeppninnar í Olís-deildinni í handbolta, af sérfræðingum Handkastsins. Hann mun hins vegar ekkert spila í úrslitakeppninni. Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan. Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira
Benedikt átti drjúgan þátt í deildarmeistaratitli Valsmanna en náði ekki síðustu leikjunum vegna meiðsla. Hann staðfesti við Handkastið að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni, vegna meiðsla í nára, og óvíst er að Benedikt geti spilað með íslenska landsliðinu á HM U21-liða sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. „Ég er frá út tímabilið,“ svaraði Benedikt aðspurður. „Það er eiginlega hræðilegt. Ég slapp við að fara í aðgerð en þetta tekur líklega þrjá mánuði svo að ég næ engu meira,“ sagði Benedikt. Meiðslin gætu haft sín áhrif á það hvort að Benedikt fer í atvinnumennsku í sumar en hann gaf þó loðin svör um það hvort að hann yrði áfram í herbúðum Vals: „Það er bara spurning. Ég held það en það verður að koma í ljós.“ Án Benedikts eru Valsmenn ekki eins líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn og með fleiri öfluga leikmenn á meiðslalistanum hefur Valur misst flugið síðustu vikur. Telur Benedikt að liðið geti bætt úr því í úrslitakeppninni? „Við verðum að gera það og ég trúi því að við getum það. Menn þurfa að ná sér í gang og þá kemur þetta,“ sagði Benedikt. Hann var ánægður með hvernig til tókst við að ná þeim markmiðum sem hann setti sér fyrir tímabilið, en Benedikt fór ekki bara á kostum í Olís-deildinni heldur einnig í baráttu við sterk lið í Evrópudeildinni: „Ég hefði viljað klára úrslitakeppnina en annars kom ég sjálfum mér eiginlega á óvart í Evrópukeppninni og hélt dampi í deildinni,“ sagði Benedikt en hægt er að hlusta á nýjasta þátt Handkastsins hér að ofan.
Olís-deild karla Valur Handkastið Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Í beinni: Nott. Forest - Arsenal | Skytturnar í Skírisskógi Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Fleiri fréttir „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Í beinni: Fram - Afturelding | Sæti í bikarúrslitaleik í boði Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Sjá meira