Senda keppinautunum ný klósett Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 11:01 Klósett og vaskar voru í henglum eftir stuðningsmenn FCK. Þeir létu svona illa eftir að hafa séð Hákon Arnar Haraldsson og félaga í FCK lúta í lægra haldi gegn Randers. @randers_FC/Getty Stuðningsmenn FC Kaupmannahafnar létu illa eftir svekkjandi 1-0 tap á útivelli gegn Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og það hefur haft óvenjulegar afleiðingar. Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir. Danski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Tapið þýddi að FCK missti toppsæti deildarinnar til Nordsjælland sem er nú einu stigi fyrir ofan Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félaga þeirra í FCK. Nokkrir af stuðningsmönnum FCK gengu berserksgang inni á salernum leikvangs Randers eftir tapið og á myndum á Twitter má sjá að þeir mölbrutu meðal annars klósett og börðu vaska niður af veggjum. Á Twitter-síðu Randers er skrifað, kannski í nokkuð kaldhæðnislegum tón: „Kæru „stuðningsmenn“ FC Köbenhavn. Takk fyrir heimsóknina og takk sérstaklega fyrir stemninguna sem þið sköpuðuð hér með ykkar hegðun. En væruð þið til í að hætta að brjóta klósettin? Við vitum að þið fengið leyfi til að hoppa í stúkunni en…“ Kære "fans" af @FCKobenhavn,Tak for besøget - og stor cadeau herfra for jeres stemningsskabende adfærd.Men vil ikke I godt lade være med at smadre toiletterne? Vi ved godt, at vi gav jer lov til at hoppe på tribunen, men... #sldk #rfcfck #fcklive pic.twitter.com/nhkzQ2auxD— Randers FC (@Randers_FC) April 10, 2023 Forsvarsmenn FCK biðu ekki boðanna og hafa þegar boðist til að greiða fyrir ný klósett og bæta upp þann skaða sem stuðningsmenn félagsins ollu. „Þetta er mjög leitt að sjá. Þetta er heimskulegt. Við höfum rætt við stuðningsmannahópana okkar sem sömuleiðis harma svona hegðun. Við munum finna ný klósett og vaska til að senda til Randers,“ skrifar FCK á Twitter. Svipað vandamál kom upp í bikarleik FCK gegn Vejle í síðustu viku en þá munu tveir vaskar hafa verið brotnir.
Danski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira