Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 08:58 Hinum umdeilda Kanye West er margt til lista lagt. Að reka skóla er þó ekki eitt af því, ef marka má frásagnir fyrrverandi kennara við skóla hans. MEGA/GC Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði. Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn TMZ greinir frá því að Cecilia Hailey, fyrrverandi kennari við Donda Academy, kristilegs einkaskóla í eigu Kanye West, eða Ye, vari foreldra eindregið við því að senda börn í skóla rapparans. Þau muni ekki fá þá menntun sem þau þurfi á að halda. Þá hvetur hún foreldra barna sem þegar eru í skólanum til þess að taka þau þaðan hið snarasta, en segir að það eitt og sér muni ekki leysa vanda barnanna. Þau séu þegar komin á eftir jafnöldrum sínum sem gangi í aðra skóla, þar sem kennsla og aðbúnaður sé með fullnægjandi hætti. Fyrr í mánuðinum greindi TMZ frá því að tvær svartar konur sem báðar kenndu við skólann hefðu nú farið í mál við stofnunina og West sjálfan, eftir að hafa verið sagt upp. Þær segja ómálefnalegar ástæður hafa búið að baki brottrekstri þeirra. Annars vegar það að þær hafi bent á það sem betur mætti fara í starfsemi skólans, og hins vegar kynþáttur þeirra. Meðal vandamálanna sem konurnar, sem segjast hafa verið einu svörtu kennararnir við skólann, er að nemendur hafi aðeins fengið sushi í hádegismat, þeim hafi verið meinað að koma með eigin mat eða drykk í skólann, utan vatns, og að krossgátur og litabækur séu bannaðar í skólanum. Þá hafi ekki mátt kenna á annarri hæð skólans þar sem Kanye sjálfur sé „hræddur við tröppur.“ Ekki hafi mátt hengja list á veggina og engum hafi verið heimilt að ganga með skartrgripi, vegna þess að West væri ekki gefinn fyrir glingur. Þá hafi engir venjulegir stólar verið í boði fyrir kennara eða nemendur, sem hafi þurft að standa eða sitja á púðum. Þá séu gafflar bannaðir, af einhverjum ástæðum. Í viðtali við TMZ greinir Hailey þá frá því að engin eiginleg námsskrá sé í skólanum, auk þess sem skautað hafi verið fram hjá Helförinni í sögukennslu og ekki haldið upp á Black History Month, sem er útbreiddur um Bandaríkin, en þar er sögu svartra í landinu gert hátt undir höfði.
Mál Kanye West Bandaríkin Tengdar fréttir Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13 Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Kanye hatar ekki lengur gyðinga þökk sé Jonah Hill Rapparinn umdeildi Kanye West kveðst ekki lengur hata gyðinga. Ástæðan er einföld: frammistaða Jonah Hill í kvikmyndinni 21 Jump Street frá árinu 2012. 25. mars 2023 16:13
Kanye West sagður vera kominn með nýja „eiginkonu“ Slúðurmiðlar vestanhafs greina frá því að tónlistarmaðurinn umdeildi Kanye West sé kominn með nýja konu upp á arminn. Ekki nóg með það, heldur hafi þau haldi leynilega brúðkaupsathöfn nú á dögunum. 13. janúar 2023 12:32