Vill náða morðingja daginn eftir sakfellingu Árni Sæberg skrifar 9. apríl 2023 08:50 Greg Abbott er ríkisstjóri Texas. Brandon Bell/Gett Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, segist munu beita sér fyrir því að maður, sem var sakfelldur fyrir morð á föstudag, verði náðaður. Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Daniel Perry, hermaður og leigubílstjóri á fertugsaldri, var á föstudaginn sakfelldur fyrir að hafa myrt Garrett Foster, fyrrverandi hermann á þrítugsaldri, á meðan sá síðarnefndi tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Perry var gefið að sök að hafa ekið bíl sínum, sem hann notaði til aksturs fyrir Uber, inn í þvögu mótmælenda í Austin í Texas árið 2020. Síðan hafi hann tekið upp skotvopn og skotið Foster til bana. Foster var vopnaður AK-47 riffli þegar hann lést, sem er löglegt í Texas hafi menn tilskilin leyfi. Daniel Perry á yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Ríkisstjóri Texas mun beita sér fyrir því að hann sleppi við refsingu.Lögreglan í Austin Perry neitaði alla tíð sök og kvaðst hafa skotið Foster til þess að forða sjálfum sér frá hættu. Neyðarvarnarlöggjöf í Texas er mjög rúm. Aðferðir Perrys og ummæli hans á samfélagsmiðlum um mótmælendur, sem tilheyrðu svokallaðri Black Lives Matter hreyfingu, voru til þess fallin að rýra trú kviðdómenda á málsvörnum hans. Svo fór að hann var sakfelldur fyrir morð. Þá hefur myndskeið af fyrstu yfirheyrslu Perrys hjá lögreglu eftir atvikið vakið mikla athygli, en það var spilað við réttarhöldin. „Ég vildi ekki gefa honum færi til þess að miða á mig, skilur þú?“ sagði hann við lögreglumann. Myndskeiðið má sjá í tístinu hér að neðan: From the police interview of Daniel Perry, the man convicted of murder whom Gov. Greg Abbott now wants to pardon."I didn't want to give him a chance to aim at me, ya know?"In an increasingly armed society, when do you get to shoot gun-carrying people and call it self-defense? pic.twitter.com/ZjfJZYwZsp— Mike Hixenbaugh (@Mike_Hixenbaugh) April 8, 2023 Hlakkar til að undirrita náðunarbréf Íhaldsmenn víða í Bandaríkjunum, og sérstaklega í Texas, hafa brugðist ókvæða við niðurstöðu kviðdómsins í máli Perrys. Tucker Carlson, íhaldssamur þáttastjórnandi á Fox-sjónvarpsstöðinni, gerði málið til að mynda að umfjöllunarefni sínu á föstudagskvöldið. Hann kvaðst hafa boðið Abbott í þáttinn til þess að ræða mögulega náðun Perrys en að hann hafi afþakkað boðið. „Svo það er afstaða Gregs Abbott, það er enginn réttur til neyðarvarnar í Texas,“ sagði Carlson. Þá sagði Matt Rinaldi, stjórnarformaður Repúblikanaflokksins í Texas, á Twitter að málið hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla og að Abbott bæri að náða Perry. Abbott hefur nú brugðist við ákalli skoðanabræðra sinna og farið fram á það við reynslulausnar- og náðunarnefnd Texas að hún taki mál Perrys til hraðmeðferðar. Þetta tilkynnti hann á Twitter í gær, daginn eftir sakfellingu Perrys. I am working as swiftly as Texas law allows regarding the pardon of Sgt. Perry. pic.twitter.com/HydwdzneMU— Greg Abbott (@GregAbbott_TX) April 8, 2023 Hann segir neyðarvarnarlöggjöf Texas vera eina þeirra öflugustu í Bandaríkjunum og það sé ekki á færi kviðdóms eða „framsækins saksóknara“ að ógilda hana. Þá segir hann að lög í Texas komi í veg fyrir það að ríkisstjóri náði dæmda glæpamenn af sjálfsdáðum. Til þess þurfi aðkomu náðunarnefndar og tillögu hennar um náðun. Lögin heimili ríkisstjóra hins vegar að fara fram á að nefndin taki mál til skoðunar, sem hann hafi og gert. „Ég hlakka til að undirrita náðunarbréf nefndarinnar um leið og það lendir á mínu borði,“ segir ríkisstjórinn. Að lokum segir hann að hann hafi þegar gert það að forgangsatriði að hefta völd saksóknara í ríkinu og að þingið vinni nú að lagasetningu þess efnis.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira