Prestar Grafarvogskirkju hafna alfarið ásökunum um „stuld“ á fermingarbörnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2023 08:51 Prestarnir segja að leiðrétta hefði mátt misskilninginn með einu símtali. Arna Ýrr Sigurðardóttir, Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason, prestar í Grafarvogssókn, segja ekki rétt að börn þurfi að ganga í Þjóðkirkjuna til að fá að fermast í kirkjunni. Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins. Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Þetta segja þau í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun en um er að ræða viðbrögð við annarri grein í Morgunblaðinu, þar sem Sigurvin Lárus Jónsson, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík, sakaði Grafarvogskirkju um að „stela“ fermingarbörnum. Í greininni sagði Sigurvin að ungmenni sem langaði að fermast með félögum sínum í Grafarvogskirkju hefði verið tilneytt til að ganga úr Fríkirkjunni og í Þjóðkirkjuna. „Ástæðan var sögð fjárhagsleg,“ segir Sigurvin, „að ungmennið mætti ekki njóta þjónustu Grafarvogskirkju án þess að vera skráð í trúfélagið, en engin krafa var gerð um að foreldrarnir skiptu um trúfélag.“ Prestarnir í Grafarvogskirkju segjast hafa komið af fjöllum við lestur greinarinnar, enda hafi Þjóðkirkjuaðild aldrei verið skilyrði þess að fá að fermast í Grafarvogskirkju. „Á hverju ári fermum við börn sem tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, Óháða söfnuðinum, kaþólsku kirkjunni og jafnvel fleiri söfnuðum. Auk þess eru alltaf einhver börn utan trúfélaga. Einu tilfellin sem greinarmunur er gerður á þjóðkirkjuaðild er varðandi niðurgreiðslu á fermingarferðalagi í Vatnaskóg,“ segja þau. Eftirfarandi texta hafi verið að finna í bréfi til foreldra fermingarbarna um Vatnaskóg: „Verðið fyrir ferðalagið er 8.300 kr. fyrir þau sem tilheyra þjóðkirkjunni. Fyrir þau sem ekki eru meðlimir kostar ferðin 17.300, þar sem þá kemur ekki til niðurgreiðsla frá prófastsdæminu og söfnuðinum. Ef þið eruð í vafa um hvort barnið ykkar er skráð í þjóðkirkjuna er gott að fara á island.is og skoða trúfélagsaðild. Það er ekki skilyrði að vera í þjóðkirkjunni til að sækja fermingarfræðslu og fermast, og það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að fólk velji að vera í öðrum söfnuðum. En stundum er það líka þannig að fólk telur sig vera í þjóðkirkjunni, en er ekki skráð í hana af einhverjum ástæðum. Við bjóðum að sjálfsögðu öll þau velkomin sem vilja vera þjóðkirkjumeðlimir, og einfaldast er að skrá sig á island.is.“ Segjast prestarnir harma ef fólk kaus að skilja textann sem afarkost um Þjóðkirkjuaðild. Þá hefði eitt símtal nægt til að leiðrétta misskilning Fríkirkjuprestsins.
Þjóðkirkjan Fermingar Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira