„Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. apríl 2023 10:00 Donald Trump og Stephanie Clifford, einnig þekkt sem Stormy Daniels. Vísir/Getty Stormy Daniels, fyrrverandi klámstjarna, hefur tjáð sig opinberlega í fyrsta skiptið frá því að Donald Trump var ákærður á miðvikudag. Hún segist tilbúin til að bera vitni gegn Trump ef hún er kölluð til vitnis. Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Þetta kemur fram í eins og hálfs tíma löngu viðtali sem Daniels fór í hjá fjölmiðlamanninum Piers Morgan sem birtist í nótt. Daniels sagði í viðtalinu að sér fyndist Trump ekki eiga að fara í fangelsi vegna þess sem hann gerði henni en það þyrfti samt að draga hann til ábyrgðar fyrir aðra glæpi hans. Hún segist „hlakka til“ að bera vitni gegn Trump verði hún kölluð í vitnaleiðslu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Xj_YlLKSYi8">watch on YouTube</a> Fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016 reyndi lögmaður Trump, Michael Cohen, að borga Daniels 130 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún neitaði því að hafa átt í ástarævintýri við Trump tíu árum áður. Trump hefur sjálfur neitað því að hafa átt samband við Daniels en hefur gengist við greiðslunum. „Konungnum hefur verið steypt af stóli“ Aðspurð hvernig Daniels leið að sjá Trump í dómssalnum sagðist hún hafa verið hissa enda hafa hún búist því að hann yrði stikkfrí í ljósi stöðu sinnar. „Konungnum hefur verið steypt af stóli – hann er ekki lengur ósnertanlegur,“ bætti hún við. Daniels er ein af tveimur konum sem hafa ásakað Trump um að friðþægja sig með mútugreiðslum. Þær greiðslur eru hluti af 34 ákæruliðum sem snúa að bókhaldsbrotum. Trump gaf sig fram á miðvikudag og lýsti sig saklausan af öllum ákærum. Þá var hann stórorður í garð dómarans og sakaði hann um að hata sig og fjölskyldu sína. Málið er enn skammt á veg komið og eru næstu vitnaleiðslur ekki fyrr en fjórða desember. Talið er að aðalmeðferð málsins gæti byrjað í janúar á næsta ári. Þá er líklegt að Trump verði kominn á fullt í kosningaherferð sinni fyrir forsetakosningarnar 2024.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. 5. apríl 2023 06:21
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. 4. apríl 2023 07:30