Brasilíumenn vermdu toppsætið þegar styrkleikalistinn var síðast gefinn út þann 22. desember síðastliðinn. Brassar missa hins vegar bæði Argentínu og Frakkland upp fyrir sig og sitja nú í þriðja sæti. Argentína og Frakkland mættust einmitt í úrslitaleik HM í Katar í desember.
Fyrir utan efstu þrjú sætin breytist listinn lítið sem ekkert í efstu tuttugu sætunum. Senegal fer upp fyrir Danmörku og situr nú í átjánda sæti og Danmörk í því nítjánda, en þar með er það upp talið hvað varðar breytingar á efstu tuttugu sætum heimslistans.
Ísland hefur ekki riðið feitum hesti undanfarna mánuði og fellur niður um eitt sæti, úr 63. sæti niður í 64. sæti. Það eru Reggístrákarnir hans Heimis Hallgrímssonar frá Jamaíka sem lyfta sér upp fyrir Ísland.
Styrkleikalistann í heild sinni má skoða með því að smella hér.
