Deilan um Ríkarðshús leyst Kristinn Haukur Guðnason skrifar 6. apríl 2023 07:01 Ríkarður í vinnustofu sinni við Grundarstíg. Ljósmyndasafn Reykjavíkur Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs. „Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin. Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
„Þetta er í eins góðum farvegi og hægt er,“ segir Gauti Jóhannesson, formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi. Stefnt er að því að safnið verið flutt í húsnæði er kallast Sambúð en húsnæðismál safnsins voru ástæða fyrir því að gjöfinni var rift á sínum tíma. Einbýlishús, jörð og flygill Fréttablaðið greindi frá því í júní árið 2021 að gjöfin hefði verið dregin til baka. Um er að ræða einbýlishús í Reykjavík, jörð í Mosfellsbæ, sumarhús í Hveragerði, stóran flygil, málverk eftir listamenn á borð við Jóhannes Kjarval og Finn Jónsson og ótal verk eftir Ríkarð Jónsson, fyrsta og einn fremsta myndhöggvara og útskurðarmeistara Íslands. Meðal verka Ríkarðs eru fundarhamar Sameinuðu þjóðanna og fyrsta landvættarskjaldarmerki Íslands. Ásdís og tvíburasystir hennar Ólöf vildu gefa eigur sínar til þess að koma safni föður síns á laggirnar. Var gert samkomulag við Djúpavogshrepp þar að lútandi árið 2012. Gjöfin átti að verða arfur til safnsins við andlát systranna. Ólöf er nú látin en Ásdís verður 101 árs í sumar. Ríkarður bjó lengst af í Reykjavík og hafði sína vinnustofu við Grundarstíg en hann var fæddur í Hamarsfirði við Djúpavog. Því var safnið sett þar á fót. Vildu systurnar að safnið hefði útsýni yfir Búlandstindinn. Sýning í sumar Framan af var erfitt að finna hentugt húsnæði fyrir Ríkarðshús og afar dýrt hefði verið að byggja nýtt hús undir safnið. Um tíma var safnið í húsi er kallast Langabúð, sem systurnar voru ekki sáttar við sem framtíðarhúsnæði safnsins. Heldur ekki svokallað Faktorshús sem sveitarstjórn hugðist koma safninu fyrir í um tíma. Annað húsnæði, Vogaland 5, kom til greina en þangað flutti listasafnið Ars Longa. Gauti Jóhannesson formaður stjórnar Ríkarðshúss og fulltrúi sveitarstjóra Múlaþings á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson Í umfjöllun Fréttablaðsins í mars árið 2022 kom fram að heimastjórn Djúpavogs vildi leysa húsnæðiskapalinn og koma Ríkarðshúsi fyrir í húsi er kallast Sambúð, sem er hrátt húsnæði sem hýsir meðal annars björgunarsveitina og Rauða krossinn. Voru systurnar sáttar við það húsnæði, meðal annars út af staðsetningunni og útsýninu. Hefur það núna orðið raunin.
Múlaþing Menning Söfn Tengdar fréttir Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Hreppurinn var tilbúinn að bjóða hærra í fálka Ríkarðs á uppboðinu Nú er beðið eftir heimkomu útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem hreppurinn keypti á uppboði í London. 19. febrúar 2018 06:00