Um gróða dagvöruverslana Andrés Magnússon skrifar 5. apríl 2023 11:31 Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt. Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð. Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki. Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Neytendur Fjármál heimilisins Verslun ASÍ Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ. Nýlega var það t.d. fullyrt þar á bæ að dagvöruverslanir hefðu undanfarið, og í ríkara mæli en áður, velt verðhækkunum frá birgjum yfir á neytendur. Ekki var að sjá að þessi staðhæfing væri sérstaklega rökstutt. Eins og öllum er kunnugt þá hafa verðhækkanir frá birgjum, bæði vegna innfluttrar vöru og innlendrar, verið nær fordæmalausar undanfarna mánuði. Ástæður þess ættu öllum að vera kunnar, en bæði heimsfaraldur og stríðsátök í Evrópu hafa haft veruleg áhrif á framleiðslu- og flutningskostnað um allan heim, með tilheyrandi áhrifum á vöruverð. Fyrir nokkru birti Samkeppniseftirlitið sk. framlegðargreiningu fyrir nokkra lykilmarkaði á smásölustigi. Einn þessara markaða var dagvöruverslun. Meðal þeirra fullyrðinga sem eftirlitið setur þar fram er að álagning í smásölu á Íslandi sé há í alþjóðlegum samanburði. Þessi fullyrðing er ein af fjölmörgum ágöllum sem hagsmunaaðilar hafa gert athugasemdir við enda á hún ekki við rök að styðjast. Það er beinlínis ekkert í greiningu eftirlitsins sem styður þessa staðhæfingu. Hvorki framlegðar- né hagnaðarhlutfall fyrirtækja á þessum markaði hefur aukist undanfarin ár. Velta fyrirtækja í þessum greinum jókst mikið á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir en álagning jókst hins vegar ekki. Nú hafa þrjú stærstu fyrirtækin á dagvörumarkaði nýlega birt uppgjör sín. Ekkert í þeim uppgjörum styður fullyrðingar ASÍ og Samkeppniseftirlitsins. Þvert á móti hafa fyrirtæki á þessum markaði tekið á sig framlegðarskerðingu og með því móti lagt sitt af mörkum til að vinna bug á verðbólgunni sem er hinn sameiginlegi óvinur atvinnulífs og heimila. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar