Bretar hindra útsendingu frá erindi eftirlýsts umboðsmanns barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 10:28 Lvova-Belova er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum. AP/Sputnik/Mikhail Metzel Bretar hafa beitt neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að sent verði út frá fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, þar sem umboðsmaður barna í Rússlandi mun flytja erindi í gegnum fjarfundarbúnað. Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Um er að ræða óformlegan fund ráðsins sem fer fram í dag. Þar verður fjallað um málefni Úkraínu, sérstaklega brottflutning barna frá átakasvæðum. Umboðsmaðurinn, Maria Lvova-Belova, er eftirlýst af Alþjóðaglæpadómstólnum fyrir meintan þátt sinn í ólöglegum brottflutningi barna frá Úkraínu til Rússlands í kjölfar innrásar Rússa. Óformlegir fundir eru ekki haldnir í fundarsal öryggisráðsins og fulltrúar allra þjóðanna fimmtán sem eiga sæti í ráðinu á hverjum tíma verða að leggja blessun sína yfir að sjónvarpað sé frá fundunum. Talsmaður Bretlands við Sameinuðu þjóðirnar sagði að það ætti ekki að gefa Lvovu-Belovu tækifæri til að breiða út áróður og falsupplýsingar. Ef hún vildi tjá sig um störf sín ættu hún að gera það fyrir dómstólnum í Haag. Tomorrow, Russia will hold an informal @UN meeting on evacuating Ukrainian children from Ukraine to Russia.Russia has invited Maria Lvova-Belova to brief. The ICC issued an arrest warrant for her last month.The UK Ambassador will not be participating.1/3— UK at the UN (@UKUN_NewYork) April 4, 2023 Lvova-Belova sagðist í gær vera reiðubúin til að senda börn aftur til Úkraínu ef fjölskyldur þeirra færu fram á það. Fulltrúar stjórnvalda í Úkraínu hefðu ekki sett sig í samband við sig frá því að átökin brutust út. Hvatti hún foreldra til að senda sér tölvupóst. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að flytja fleiri en 16 þúsund börn til Rússlands. Rússar segja um björgunaraðgerðir að ræða og að börnunum verði skilað. Fregnir hafa hins vegar borist af því að börnunum sé haldið í „endurmenntunarbúðum“ víðs vegar um Rússland.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Ofbeldi gegn börnum Mannréttindi Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira