Vígreifur Trump gaf lítið fyrir fyrirmæli dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 06:21 Það kvað við kunnuglegan tón þegar Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída en heimildarmenn úr innsta hring segja forsetann hafa meiri áhyggjur af þróun mála en hann vill gefa upp. AP/Evan Vucci Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að dómarinn Juan Merchan ráðlagði Trump að stíga varlega til jarðar í ummælum sínum um yfirvofandi réttarhöld var forsetinn fyrrverandi kominn í vígaham og sakaði meðal annars dómarann og fjölskyldu hans um að hata sig. „Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
„Ég sit uppi með Trump-hatandi dómara með Trump-hatandi eiginkonu og fjölskyldu hvers dóttir vann fyrir Kamölu Harris,“ kvartaði Donald Trump á samkomu í Mar-a-Lago á Flórída, um það bil sjö klukkustundum eftir að hann var handtekinn og leiddur fyrir dómara í New York. Trump hefur verið ákærður fyrir bókhaldsbrot, sem saksóknarinn í málinu segir meðal annars hafa verið ætlað að hylma yfir kosningalagabrot. Brotin varða þrjár peningagreiðslur sem samstarfsmenn Trump áttu milligöng um, til að koma í veg fyrir óheppilegan fréttaflutning rétt fyrir forsetakosningarnar 2016. „Ég hefði aldrei trúað því að nokkuð þessu líkt gæti gerst í Ameríku,“ sagði Trump þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína. „Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst. Eini glæpurinn sem ég hef framið er að ganga fram óttalaus og verja þjóð okkar frá þeim sem leitast við að tortíma henni.“ Meðal viðstaddra voru Donald Trump Jr. og Eric Trump ásamt eiginkonum og þingmennirnir Matt Gaetz og Marjorie Taylor Greene. Trump kallaði saksóknarann Alvin Bragg „glæpamann“ og endurtók ýmsar þreyttar tuggur um stolnar kosningar og meint samsæri. Þá hjólaði hann einnig í Joe Biden Bandaríkjaforseta og fjölskyldu hans. Samkvæmt erlendum miðlum virðist ákæran hins vegar hafa gert Trump órólegan og það fór óvenju lítið fyrir honum þegar hann mætti í dómshúsið á Manhattan í gær. Hann virtist reiður en kaus að tjá sig ekki við blaðamenn, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að fá viðbrögð. Bragg mun á næstu 65 dögum leggja fram öll gögn í málinu gegn Trump, sem margir óttast að sé heldur þunnt. Næsta fyrirtaka er ekki á dagskrá fyrr en 4. desember en í millitíðinni gæti borið til tíðinda af öðrum málum gegn Trump sem nú eru til rannsóknar. Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í sama sal og hann gekk að eiga eiginkonu sína. Kosningateymi Trump segir 800 milljónir dala hafa safnast í kosningakistur hans síðustu daga.AP/Rebecca Blackwell
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira