Hart tekist á um erfðafjárskatt: „Er þetta í alvöru forgangsröðunin?“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. apríl 2023 00:03 Helga Vala og Guðrún Hafsteinsdóttir tókust á um breytingu á erfðalögum. samsett Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að fyrstu tíu milljónir erfðafjár verði gerðar skattfrjálsar. Samkvæmt núgildandi lögum eru fyrstu 5,7 milljónir erfðafjár skattfrjálsar. Þingmaður Samfylkingar segir erfðafjárskattinn þann sanngjarnasta. Ekki sé rétt forgangsröðun að veita efnamesta fólki landsins skattaafslátt með þessari breytingu. Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokks ræddu um fyrrgreint frumvarp í Reykjavík síðdegis. „Ég hef tekið eftir því á ýmsum vettvangi að eldra fólk vill gjarnan getað aðstoðað börnin sín með betri hætti en mögulegt er í dag. Sem betur fer er það þannig núna í okkar samfélagi að það eru margir ágætlega staddir fjárhagslega. Það eru fjölmargir sem hafa það ágætt og við eigum að gleðjast yfir því,“ segir Guðrún og beinir sjónum sínum í framhaldinu að fyrirframgreiddum arfi. „Ríkisvaldið er að hagnast á þeim gjörningi í formi skatts og af fjármunum sem í mörgum tilfellum hafa verið margskattlagðir áður. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að geta fært fjármuni á milli kynslóða án svo mikilla ríkisafskipta eins og nú eru.“ Guðrún Hafsteinsdóttir er einnig formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisVísir/Vilhelm Sanngjarn skattur í ljósi misskiptingar Helga Vala segir ástandið í samfélaginu koma í veg fyrir að hægt sé að réttlæta þessa breytingu. „Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétt forgangsröðun á Íslandi í dag, að aflétta skattbyrði af þeim sem að eiga mest, í staðinn fyrir að koma einhvern veginn til móts við þá sem eiga ekki til hnífs og skeiðar í dag. Sá hópur fer sístækkandi og það er staðreynd,“ segir hún. Erfðarfjárskattur sé jafnframt sanngjarn. „Hann er að mati færustu hagfræðinga metinn sá sanngjarnasti almennt,“ segir Helga Vala og bætir við: „Við erum með alls konar þjónustugjöld þar sem ekkert er tekið tillit til eigna, en þarna á að fara og hjálpa þeim sem að eiga mest til að láta fjármuni ganga áfram. Það er það sem ég er að velta fyrir mér, er þetta í alvöru forgangsröðunin? Það eru meira að segja hægrisinnaðir hagfræðingar sem benda á að þetta sé sanngjarnasta skattheimtan, þar sem þetta er ekki skattur á laun heldur gjöf sem enginn getur átt von á eða búist við.“ Helga Vala HelgadóttirVísir/Vilhelm Ekki hópurinn sem þarf að verja Guðrún segir rangt hjá Helgu Völu að Sjálfstæðismenn séu á móti skattheimtu. „Ég held að við getum gert margt í íslensku skattkerfi til að einfalda það. Vitaskuld viljum við grípa þá hópa sem standa höllum fæti. En þegar það kemur að eignum eins og dánarbúum sem er sannarlega búið að margskattleggja í gegnum árin, og ef það er geta hjá foreldrum að aðstoða börn sín með einhverjum hætti, af hverju eigum við þá ekki að leyfa fólki að gera það?“ spyr Guðrún sem telur erfðafjárskattinn ósanngjarnan og vill sjá hann lægri en 10 prósent. Helga Vala telur ekki rétt að tekjuhæsti hópurinn fái ívilnun sem þessa. „Ef maður á það mikla fjármuni að maður getur afhent margar milljónir án þess að selja ofan af þér húsið og steypa þér í skuldir, hefur barnið þitt væntanlega alist upp við mikið ríkidæmi og mun gera það áfram eftir þinn dag. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé hópurinn sem við þurfum að verja í dag.“ Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar og Guðrún Hafsteinsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokks ræddu um fyrrgreint frumvarp í Reykjavík síðdegis. „Ég hef tekið eftir því á ýmsum vettvangi að eldra fólk vill gjarnan getað aðstoðað börnin sín með betri hætti en mögulegt er í dag. Sem betur fer er það þannig núna í okkar samfélagi að það eru margir ágætlega staddir fjárhagslega. Það eru fjölmargir sem hafa það ágætt og við eigum að gleðjast yfir því,“ segir Guðrún og beinir sjónum sínum í framhaldinu að fyrirframgreiddum arfi. „Ríkisvaldið er að hagnast á þeim gjörningi í formi skatts og af fjármunum sem í mörgum tilfellum hafa verið margskattlagðir áður. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að geta fært fjármuni á milli kynslóða án svo mikilla ríkisafskipta eins og nú eru.“ Guðrún Hafsteinsdóttir er einnig formaður efnahags- og viðskiptanefndar AlþingisVísir/Vilhelm Sanngjarn skattur í ljósi misskiptingar Helga Vala segir ástandið í samfélaginu koma í veg fyrir að hægt sé að réttlæta þessa breytingu. „Maður veltir því fyrir sér hvort þetta sé rétt forgangsröðun á Íslandi í dag, að aflétta skattbyrði af þeim sem að eiga mest, í staðinn fyrir að koma einhvern veginn til móts við þá sem eiga ekki til hnífs og skeiðar í dag. Sá hópur fer sístækkandi og það er staðreynd,“ segir hún. Erfðarfjárskattur sé jafnframt sanngjarn. „Hann er að mati færustu hagfræðinga metinn sá sanngjarnasti almennt,“ segir Helga Vala og bætir við: „Við erum með alls konar þjónustugjöld þar sem ekkert er tekið tillit til eigna, en þarna á að fara og hjálpa þeim sem að eiga mest til að láta fjármuni ganga áfram. Það er það sem ég er að velta fyrir mér, er þetta í alvöru forgangsröðunin? Það eru meira að segja hægrisinnaðir hagfræðingar sem benda á að þetta sé sanngjarnasta skattheimtan, þar sem þetta er ekki skattur á laun heldur gjöf sem enginn getur átt von á eða búist við.“ Helga Vala HelgadóttirVísir/Vilhelm Ekki hópurinn sem þarf að verja Guðrún segir rangt hjá Helgu Völu að Sjálfstæðismenn séu á móti skattheimtu. „Ég held að við getum gert margt í íslensku skattkerfi til að einfalda það. Vitaskuld viljum við grípa þá hópa sem standa höllum fæti. En þegar það kemur að eignum eins og dánarbúum sem er sannarlega búið að margskattleggja í gegnum árin, og ef það er geta hjá foreldrum að aðstoða börn sín með einhverjum hætti, af hverju eigum við þá ekki að leyfa fólki að gera það?“ spyr Guðrún sem telur erfðafjárskattinn ósanngjarnan og vill sjá hann lægri en 10 prósent. Helga Vala telur ekki rétt að tekjuhæsti hópurinn fái ívilnun sem þessa. „Ef maður á það mikla fjármuni að maður getur afhent margar milljónir án þess að selja ofan af þér húsið og steypa þér í skuldir, hefur barnið þitt væntanlega alist upp við mikið ríkidæmi og mun gera það áfram eftir þinn dag. Ég velti fyrir mér hvort þetta sé hópurinn sem við þurfum að verja í dag.“
Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira