Hamstraeigendur hamstra DETOLF skápinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2023 21:30 Halldóra heldur úti vefsíðunni nagdýr.is en þar má finna fróðlegar upplýsingar um hamstra. arnar halldórsson/ikea Nokkuð hefur borið á því að hamstraeigendur hamstri IKEA húsgögn og nýti sem búr fyrir dýrin. Nagdýrasérfræðingur segir þrettán þúsund króna DETOLF skápinn vinsælastan, en hún óttast framtíð dýrsins sem sé að hluta til í útrýmingarhættu. Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“ Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Facebook hópurinn Hamstrar er að mati fréttamanns einn merkilegasti hópur samtímans en þar gengur nagdýrið kaupum og sölum ásamt búrum og fylgihlutum. Gríðarlegur metnaður einkennir hópinn, hvort sem það eru söluauglýsingar eins og þessi hér þar sem hamstar sitja fyrir í innkaupakerru eða heimagerð búr sem eru eins og sófaborð að stærð. „Það er rosalegur metnaður á þessu. Fólk er að smíða úr IKEA eldhússkápum og rúmfatalagers plastskápum og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Halldóra Lena, starfsmaður hjá Gæludýr.is. „Vinsælasta hamstrabúrið er detolf skápurinn úr IKEA,“ segir Halldóra, en myndir af ótrúlega metnaðarfullum búrum búnum til úr skápnum má finna á síðunni. Mjög metnaðarfullt búr sem er nærri tveir metrar á lengd. adríana önnudóttir Hamstrar þurfi pláss Ótrúlegt verkvit hjá meðlimum hópsins þrátt fyrir að hægt sé að kaupa fínustu búr í dýrabúðum. Halldóra segir að ástæða útsjónarseminnar sé sú að nýlega hafi rannsóknir sýnt að mörg búr séu of lítil og valdi dýrunum vanlíðan en algengt er að hamstrar í litlu rými verði styggir og nagi rimlana. Stór hamstrabúr geta verið mjög kostnaðarsöm úti í búð. Hér er dæmi um rúmgott búr fyrir hamstur. Halldóra segir að fólk veigri sér ekki við því að gefa hamstrinum nóg pláss á heimilinu þrátt fyrir að fermetraverð sé í hæstu hæðum. Þá er vinsælt hjá meðlimum hópsins að smíða búr frá grunni.facebook/grafík Allir hamstrar einfarar „Þetta eru dýr sem lifa bara í þrjú ár þannig þetta er ekki það mikið plássleysi sem fólk þarf að lifa við lengi.“ Halldóra segir að lítið sé vitað um nagdýrið en það sé þó vel rannsakað að hamsturinn er einfari og því ætti aldrei að geyma tvo eða fleiri hamstra saman í búri, það geti endað illa. „Allir íslenskir hamstrar eru einfarar, líka dverghamsturinn, þó að margar dýrabúðir segi annað.“ Óvissa um framtíð hamstra En þá að myrkari fréttum. Vegna áhugaleysis Íslendinga á nagdýrum eru stökkmýsnar útdauðar á Íslandi, gæslumýsnar eru að deyja út og þá hefur hömstrum farið fækkandi hér á landi. Hefur þú áhyggjur af framtíðinni, að hér verði engir hamstrar eftir nokkur ár? „Ég vona ekki. Ég vona að einhver taki að sér að rækta þá.“
Dýr Gæludýr IKEA Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira