Messi hafnar launalækkun og líklegast að hann fari í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 14:01 Lionel Messi mun líklega flytja frá París í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Ólíklegt er að Lionel Messi komist að samkomulagi við PSG um nýjan samning og því allt útlit fyrir að hann yfirgefi félagið í sumar. Hann neitar að taka á sig launalækkun eins og PSG fer fram á. Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad. Franski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira
Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad.
Franski boltinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Sjá meira