Gagnist ekki fátækum en þó þeim sem hafi milljónir á milli handanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2023 11:05 Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, vill breytingar á erfðalögum. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurkjördæmi leggja í nýju frumvarpi til að foreldrar fái að gefa börnum sínum tíu milljónir króna skattfrjálst í arf. Þó slík lög gagnist ekki tekjulágum hér á landi sé um að ræða lága fjárhæð sem gæti nýst fjölmörgum fjölskyldum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þingmenn Sjálfstæðisflokksins lifa í hliðarveruleika. Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og verðandi ráðherra, er til viðtals í Morgunblaðinuum frumvarp um breytingu á erfðalögum og lögum um erfðafjárskatt. Guðrún, Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson sem öll eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, leggja til að foreldrar geti arfleitt börn sín um allt að tíu milljónir króna án þess að greiða þurfi af því skatt. Upphæðin verði vísitölutryggð svo réttindin haldi í við verðlag. Með frumvarpinu geti barn átt von á því að geta fengið samtals tuttugu milljónir króna skattfrjálst frá báðum foreldrum. Dreifa megi úr gjöfinni yfir tíu ára tímabil. Geti gagnast fjölmörgum Guðrún segir frumvarpið hafa orðið til vegna ástandsins á húsnæðismarkaði þar sem foreldrar reyni margir hverjir að aðstoða börn sín að komast inn á markaðinn. Stýrivextir hafa farið hratt vaxandi undanfarna mánuði og húsnæðislánin um leið. Guðrún segir erfðafjárskattinn á Íslandi bæði háan og ósanngjarnan. „Við erum að tala um að færa fé á milli kynslóða og af þessu fjármagni er búið að greiða skatta,“ segir Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Vísar hún þar til þess að foreldrarnir hafi þegar greitt skatt af tekjum sínum þegar þeirra var aflað. Þá geri hún sér grein fyrir því að úrræðið muni ekki nýtast þeim sem berjist í bökkum hér á landi, þeir tekjulægstu. Úrræðið gæti þó gagnast fjölmörgum sem hafi peninga á milli handanna. Þingmenn eigi að starfa fyrir almenning, ekki fáa auðuga Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur þingmenn ríkisstjórnarflokksins lifa í einhverjum hliðarveruleika. Hún þakkar fyrir að um þingmannafrumvarp sé að ræða en ekki ríkisstjórnarfrumvarp. Líkurnar á að það verði samþykkt séu því minni. Helga Vala hefur ýmislegt við frumvarpið að athuga.vísir/vilhelm „Ég vona að börnin mín haldi ekki að það sé alvanalegt að foreldrar eigi 10 milljónir til að gefa hverju barni í fasteignakaup. Það er algjör undantekning og ég tel okkur þingmenn eiga fyrst og fremst að starfa fyrir almenning ekki fáa auðuga. Þar eiga okkar áherslur að liggja,“ segir Helga Vala. Hún hefur rýnt í greinargerðina sem fylgir frumvarpinu. Þar komi ýmislegt áhugavert í ljós. Gjöfin komi ekki til frádráttar „Þar er til dæmis áréttað að ef foreldrar ákveða að gefa barni sínu 100 milljónir þá (neyðast) börnin til að greiða erfðafjárskatt af 90 milljónum.“ Þar er tekið dæmi. „Ef foreldrar ákveða að afhenda 100 milljónir króna til erfingja, leiðir það til þess að 10 milljónir eru afhentar í samræmi við þær breytingar sem hér eru lagðar til og síðan væri gerð erfðafjárskýrsla um þá fjármuni sem eru umfram 10 milljónir króna og af þeim greiddur erfðafjárskattur líkt og tíðkast.“ Þá komi líka fram að gjöfin komi ekki til frádráttar við uppgjör dánarbúsins í lokin. „Ég get ekki skilið það öðru vísi en svo að foreldrar geti ákveðið að gefa einu barna sinna (lagasetning fyrir uppáhaldsbarnið) fjármuni sem ekki komi til frádráttar í heildarútgreiðslu úr búi.“ Uppfært klukkan 17:00 Guðrún og Helga Vala tókust á um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Alþingi Fjölskyldumál Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira