Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 10:14 Einhverjir fimmmenninganna voru handteknir í Linköping í Suður-Svíþjóð. Vísir/Getty Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. Mennirnir voru handteknir í samhæfðum aðgerðum lögreglu í Eskiltuna, Linköping og Strängnäs. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Mennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams en Susanna Trehörning, aðstoðardeildarstjóri hryðjuverkadeildar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, segist ekki geta greint frekar frá þeim tengslum. Sænsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um hryðjuverkaógn í Svíþjóð eða gegn sænskum hagsmunum eftir að danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan brenndi Kóraninn fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Svíþjóð í janúar. Þær brennur urðu einnig til þess að Tyrkir settu Svíum stólinn fyrir dyrnar um að ganga í Atlantshafsbandalagið. Karin Lutz, blaðafulltrúi Säpo, segir að Kóranbrennan hafi verið tilefnið að fyrirætlunum mannanna sem voru handteknir í morgun, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Trehöring segir að mennirnir séu grunaðir um að undribúa hryðjuverk í Svíþjóð en að þau áform hafi verið á frumstigi. Árás hafi ekki verið aðsteðjandi. Saksóknari segir að mennirnir séu búsettir í borgunum þremur þar sem þeir voru handteknir. Taka þarf ákvörðun fyrir föstudag um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum eða þeim sleppt. Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Mennirnir voru handteknir í samhæfðum aðgerðum lögreglu í Eskiltuna, Linköping og Strängnäs. Húsleit var gerð á nokkrum stöðum, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Mennirnir eru sagðir tengjast hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams en Susanna Trehörning, aðstoðardeildarstjóri hryðjuverkadeildar sænsku öryggislögreglunnar Säpo, segist ekki geta greint frekar frá þeim tengslum. Sænsk yfirvöld hafa fengið upplýsingar um hryðjuverkaógn í Svíþjóð eða gegn sænskum hagsmunum eftir að danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan brenndi Kóraninn fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Svíþjóð í janúar. Þær brennur urðu einnig til þess að Tyrkir settu Svíum stólinn fyrir dyrnar um að ganga í Atlantshafsbandalagið. Karin Lutz, blaðafulltrúi Säpo, segir að Kóranbrennan hafi verið tilefnið að fyrirætlunum mannanna sem voru handteknir í morgun, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet. Trehöring segir að mennirnir séu grunaðir um að undribúa hryðjuverk í Svíþjóð en að þau áform hafi verið á frumstigi. Árás hafi ekki verið aðsteðjandi. Saksóknari segir að mennirnir séu búsettir í borgunum þremur þar sem þeir voru handteknir. Taka þarf ákvörðun fyrir föstudag um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum eða þeim sleppt.
Svíþjóð Erlend sakamál Tengdar fréttir Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. 21. mars 2023 10:56
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04