Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2023 23:17 Bandaríkjaforseti hefur ekki viljað staðfesta nýjar fregnir embættismanna en segir að háttsemi Kínverja með flugi njósnabelgsins hafi falið í sér brot á alþjóðalögum. Getty/Angerer Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga. Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bandaríkjaher skaut belginn niður utan strönd Suður-Karólínu hinn 4. febrúar. Grannt hafði verið fylgst með för njósnabelgsins frá Alaska til Montana, þar sem varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna geymir meðal annars kjarnorkuvopn í Malmstrom-flugherstöðinni. Kínverjar eru sagðir hafa hraðað ferð njósnabelgsins mjög, til að koma honum út úr bandarískri lofthelgi, þegar ljóst var í hvað stefndi. Sjá einnig: Skutu niður óþekktan hlut í fjörutíu þúsund feta hæð yfir Alaska „Upplýsingarnar sem Kínverjar söfnuðu voru að mestu leyti rafræn merki eða bylgjur, til dæmis samskipti frá starfsmönnum herstöðvanna eða frá tilteknum vopnakerfum. Það er ólíklegt að njósnabelgurinn hafi tekið myndir á vettvangi,“ segir ónefndur embættismaður innan bandaríska hersins samkvæmt Guardian. Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur ekki tekið svo djúpt í árinni en segir að tekist hafi að takmarka leka á upplýsingum. Enn væri verið að rannsaka belginn og tilheyrandi búnað. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að háttsemi Kínverja fæli í sér gróft brot á alþjóðalögum en neitar að viðkvæmum upplýsingum hafi verið lekið. Fjöldi annarra njósnabelgja Bandarísk yfirvöld greindu frá því fyrr á árinu að kínversk yfirvöld væru talin hafa sett fjölda annarra sambærilegra njósnabelgja á loft. Þeim hafi verið flogið yfir fjörutíu lönd í fimm heimsálfum og safnað þar upplýsingum. Kínverjar hafa staðfastlega neitað ásökunum og segja að Bandaríkjamenn hafi brugðist ókvæða við. Belgurinn hafi verið nýttur til að safna veðurfarsupplýsingar og ekkert væri við hann að athuga.
Bandaríkin Hernaður Kína Tengdar fréttir Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53 Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Ekki orðið vart við óþekkt loftför yfir Íslandi Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau. 16. febrúar 2023 06:53
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50