Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 14:53 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu til vinstri á myndinni. Huldumaðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er hægra megin, með rauðglóandi hraunið í baksýn. Samsett/Aðsend Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“ Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira