Bayern féll úr leik í Meistaradeildinni í vikunni eftir vítaspyrnukeppni gegn Arsenal en var þó talið sigurstranglegri aðilinn í leik dagsins en SV Meppen er í tíunda sæti deildarinnar og í harðri fallbaráttu.
Fyrir leikinn var Bayern á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Wolfsborg en Sveindís Jane Jónsdóttir og samherjar hennar elta Bayern eins og skugginn.
Staðan í hálfleik var markalaus en strax í upphafi síðari hálfleiks kom Lina Magull Bayern í 1-0 þegar hún skoraði eftir sendingu Franziska Kett. Á 65. mínútu komst liðið síðan 2-0 þegar Georgia Stanway skoraði úr vítaspyrnu.
Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði 2-0 sigri. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á hjá Bayern þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum.
Bayern er nú með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Wolfsburg getur minnkað hana niður í eitt stig með sigri í leik gegn Werder Bremen sem hófst nú klukkan 14:00.