Utan vallar: Að falla [næstum] fyrir aprílgabbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 12:00 Hinn skrautlegi Peter Wright er ekki að koma til Íslands. Luke Walker/Getty Images Að vinna sem blaðamaður er í senn skemmtilegt og spennandi en getur þó einnig verið vandræðalegt þegar spurt er að vitlausum hlut eða misskilningur á sér stað. Þá eru dagar eins og 1. apríl sérstaklega erfiðir blaðamönnum. Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot Pílukast Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira
Undirritaður var á vakt á íþróttadeild Vísis í gær og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem það var jú 1. apríl. Hugmyndin var að taka saman hin margrómuðu „aprílgöbb“ og setja saman í létta frétt. Svona frétt sem sést annað hvort klukkan 23.30 á vefmiðli eða væri síðasta frétt í sjónvarpsfréttum. Eitthvað létt til að senda fólk brosandi á koddann. Hins vegar voru aprílgöbb gærdagsins hreint út sagt ömurleg. Jón Jónsson að snúa aftur í FH, kjaftæði. Valgeir Lunddal Friðriksson að fara á láni til Vængja Júpíters í 3. deildinni, meira kjaftæði. New Signing Alert Samningar hafa náðst við Häcken um að fá Valgeir Lunddal á láni út sumarið 2023Valgeir er alin upp í 112 og á 5 A landsliðsleiki Eftir að hafa séð nokkra leiki hjá Vængjum í Lengjubikarnum var erfitt að segja nei Valgeir 29.03.23#SpönginFinest pic.twitter.com/gDq9ekUNOh— Vængir Júpíters (@FCvaengir) April 1, 2023 Einn efnilegasti körfuboltamaður heims að spila áfram í Frakklandi frekar en að fara í nýliðaval NBA-deildarinnar, Jesús Kristur er enginn að leggja neinn metnað í þetta? Svo kom það, pílu-óður starfsmaður Stöðvar 2 fór að áreita kollega minn varðandi pílumót sem yrði haldið síðar í mánuðinum. Til að toppa það ætlaði Peter Wright, Snákabitið sjálft og tvöfaldur heimsmeistari í pílukasti, að mæta til leiks. Til að toppa það enn frekar ætlaði hann að vera með stutta kennslu. Matthías Örn Friðriksson, okkar helsti pílukastari, ætlaði að vera honum til halds og trausts. „Af hverju ekki?“ hugsaði undirritaður. Hvað ætli Peter Wright hafi betra að gera en að mæta til Íslands, spila smá pílu og mögulega fá sér öl. Mér til varnar þá er grunnurinn að 1. apríl gabbi þó að láta fólk „hlaupa apríl.“ „Aprílgabb er lygi sem er sett fram sem sannleikur í tilefni 1. apríl og gert til að láta fólk hlaupa apríl. En hugtakið aprílhlaup er einmitt skilgreint þannig að það sé að gabba einhvern til að fara erindisleysu á fyrsta degi aprílmánaðar.“ Það er þó svo sem aukaatriði hér en gæti spilað inn í af hverju undirritaður var lítið að pæla og einfaldlega datt ekki í hug um að aprílgabb væri að ræði. Þar sem það var heldur rólegt á vaktinni þá kom þetta upp sem fínasta frétt. Heimsmeistari að mæta til Íslands, með kennslu á einum helsta pílubar landsins. Skjáskot Gallinn var hins vegar að það voru voða litlar upplýsingar um mótið eða kennsluna. Svo ég fór að spyrjast fyrir. Það var svo þegar téður Matthías Örn svaraði spurningu minni með fjölda lyndistákna [e. emoji] af karli grátandi úr hlátri sem sannleikurinn rann upp fyrir mér. Eins og Auðunn Blöndal myndi segja, ég hafði verið Tekinn. Sem betur fer getur undirritaður huggað sig við það að hann féll ekki einn fyrir gabbinu þar sem 17 manns skráðu sig á námskeiðið sem „Snakebite“ ætlaði að vera með þann 21. apríl. Hver veit nema það væri hægt að plata hann hingað til lands á endanum ef slíkur fjöldi er til í að borga fyrir kennslu í pílu. Það skal þó tekið fram að íslenska Opna og Meistaramótið í pílu fer fram þann 22. og 23. apríl næstkomandi. Auglýsingin sem um er ræðir.Skjáskot
Pílukast Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark Karlotta fyrst til að fá öll höfuðfötin og vill fleiri „Hún lamdi aðeins á mér“ „Ég er mikill unnandi Loga“ Sjá meira