Eftir að snjóflóð féll á hús í Neskaupstað á mánudag hvarf heimilisköttur sem er í eigu ungrar stúlku í bænum.
„Lýst var eftir honum og er skemmst frá að segja að hann er kominn heim heilu á höldnu. Ánægjuleg tíðindi og ósk okkar og von að sé til marks um að ástand mála sé smátt og smátt að lagast á Austurlandi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi.