Barcelona hafi rætt við Messi um endurkomu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. mars 2023 23:30 Það var tilfinningaþrungin stund þegar Messi tilkynnti um brottför sína frá Barcelona. Adria Puig/Anadolu Agency via Getty Images Rafael Yuste, varaforseti spænska stórveldisins Barcelona, segir að félagið hafi verið í sambandi við Lionel Messi um mögulega endurkomu leikmannsins til félagsins. Messi er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og í augum stuðningsmanna Barcelona er Argentínumaðurinn í guðatölu. Hann hóf ferilinn hjá félaginu og er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 672 mörk í 778 leikjum fyrir félagið. Þessi 35 ára gamli leikmaður yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann hafði þá tekið á sig launalækkun, en félagið þurfti þó að ná að losa leikmenn undan samningi til að halda Messi innan raða félagsins. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain sumarið 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sá samningur rennur út í sumar, en einhverjir telja þó að Messi vilji vera áfram í herbúðum franska liðsins. "I would love for him to return. We're in contact."Barcelona vice president Rafael Yuste says the club are “in contact” with Lionel Messi’s camp over a potential return. #FCB pic.twitter.com/OMjSEwqip2— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2023 „Leo og fjölskylda hans vita hversu mikils hann er metinn innan félagsins,“ sagði Yuste í vikunni. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum sem hafa því miður ekki skilað ákveðnum árangri. Það hefur alltaf pirrað mig að Leo hafi ekki getað haldið áfram hjá félaginu.“ „Messi veit hversu mikils hann er metinn hérna. Ég myndi elska það að fá hann aftur. Við höfum að sjálfsögðu haft samband,“ bætti Yuste við. Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Messi er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar og í augum stuðningsmanna Barcelona er Argentínumaðurinn í guðatölu. Hann hóf ferilinn hjá félaginu og er langmarkahæsti leikmaður Barcelona frá upphafi með 672 mörk í 778 leikjum fyrir félagið. Þessi 35 ára gamli leikmaður yfirgaf Barcelona árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hann hafði þá tekið á sig launalækkun, en félagið þurfti þó að ná að losa leikmenn undan samningi til að halda Messi innan raða félagsins. Hann gekk í raðir Paris Saint-Germain sumarið 2021 og skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Sá samningur rennur út í sumar, en einhverjir telja þó að Messi vilji vera áfram í herbúðum franska liðsins. "I would love for him to return. We're in contact."Barcelona vice president Rafael Yuste says the club are “in contact” with Lionel Messi’s camp over a potential return. #FCB pic.twitter.com/OMjSEwqip2— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 31, 2023 „Leo og fjölskylda hans vita hversu mikils hann er metinn innan félagsins,“ sagði Yuste í vikunni. „Ég hef tekið þátt í samningaviðræðum sem hafa því miður ekki skilað ákveðnum árangri. Það hefur alltaf pirrað mig að Leo hafi ekki getað haldið áfram hjá félaginu.“ „Messi veit hversu mikils hann er metinn hérna. Ég myndi elska það að fá hann aftur. Við höfum að sjálfsögðu haft samband,“ bætti Yuste við.
Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira