Landsliðsþjálfari hafði ekki kvatt með sigri í 34 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 12:31 Arnar Þór Viðarsson er eini landsliðþjálfari karlaliðs Íslands í þrjá áratugi sem hefur kvatt með sigri. Getty/Cristian Preda Arnar Þór Viðarsson vann sinn síðasta leik sem landsliðsþjálfari og það hefur enginn annar gert á þessari öld. Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Arnar tók pokann sinn í gær en síðasti leikur hans var 7-0 sigur Liechtenstein í undankeppni EM. Arnar endaði því bæði landsliðsferil sinn sem leikmaður og sem þjálfari á útileik í Liechtenstein. Síðasti leikurinn sem leikmaður endaði þó með 3-0 tapi í október 2007 sem jafnframt var síðasti leikur Eyjólfs Sverrissonar sem landsliðsþjálfara. Það er allt annað en algengt að íslenskur landsliðsþjálfari endi á sigri. Í raun þarf að fara allt til ársins 1989 til að finna landsliðsþjálfara sem kvaddi með sigri. Í því tilfelli var ekki um fastráðinn landsliðsþjálfara að ræða heldur stýrði Guðni Kjartansson íslenska liðinu í einum leik eftir að Sigfried Held hætti og tók við tyrkneska félaginu Galatasaray. Ísland vann 2-1 sigur á Tyrklandi í þessum eina leik Guðna, sem hafði áður þjálfað íslenska liðinu á árunum 1980 til 1989. Pétur Pétursson hafði verið út í kuldanum hjá Held en skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Þetta var líka 45. og síðasta landsleikurinn hjá Ásgeiri Sigurvinssyni. Bo Johansson tók við landsliðinu og hann endaði með markalausu jafntefli á móti Dönum. Allir landsliðsþjálfarar síðan þá nema einn (Logi Ólafsson marklaust jafntefli 1997) höfðu hins vegar endað með því að tapa síðasta leiknum eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Síðasti leikur síðustu landsliðsþjálfara Íslands: Arnór Þór Viðarsson: 7-0 sigur á Liechtenstein Erik Hamrén: 4-0 tap fyrir Englandi Heimir Hallgrímsson: 2-1 tap fyrir Króatíu á HM Lars Lagerbäck: 5-2 tap fyrir Frakklandi á EM Ólafur Davíð Jóhannesson: 5-3 tap fyrir Portúgal Eyjólfur Sverrisson: 3-0 tap fyrir Liechtenstein Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson: 3-1 tap fyirr Svíþjóð Atli Eðvaldsson: 3-0 tap fyrir Finnlandi Guðjón Þórðarson: 3-2 tap fyrir Frakklandi Logi Ólafsson: 0-0 jafntefli við Litháen Ásgeir Elíasson: 1-0 tap fyrir Ungverjalandi Bo Johansson: 0-0 jafntefli við Danmörk Guðni Kjartansson: 2-0 sigur á Tyrklandi Sigfried Held: 3-0 tap fyrir Austur-Þýskalandi Tony Knapp: 2-1 tap fyrir Spáni Jóhannes Atlason: 3-0 tap fyrir Írlandi Guðni Kjartansson: 0-0 jafntefli við Kúvæt Yuriy Ilyichov: 2-0 tao fyrir Póllandi Tony Knapp: 2-0 tap fyrir Norður-Írlandi Henning Enoksen: 8-1 tap fyrir Hollandi
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira